Messíana

Messíana Tómasdóttir „Heimurinn er ljóð sem mannkynið yrkir“ (Rudolf Steiner)

Sunnudaginn 1. mars opnar Messíana Tómasdóttir sýningu á textíl-, plexí- og pappírsverkum, auk verka sem gestir geta breytt að vild, á Torginu í Neskirkju við Hagatorg.

Sýningargestum er boðið að sitja messu í kirkjunni kl 11:00 en þar verður fjallað um verkin í prédikun. Að messu lokinni, eða um kl 12:00 ganga sýningargestir á Torgið. Þeir sem ekki sitja messuna geta mætt þá.

Við opnun sýningarinnar verður flutt tón- og leikbrúðuverk eftir Karólínu Eiriksdóttur og Messíönu Tómasdóttur. Flytjendur eru Guðrún Birgisdóttir flauta og Messiana Kristinsdóttir sópran.

Sýningin stendur til 9. ágúst 2020. Hún verður opin að jafnaði kl.10-16 á virkum dögum og 10-14 á sunnudögum.

WP2Social Auto Publish Powered By : XYZScripts.com