MRN Merki – Copy (1)

Mennta-og menningarmálaráðuneytið: Drög að myndlistarstefnu – umsagnarfrestur 5. október

Mennta og menningarmálaráðuneytið kynnir til samráðs drög að myndlistarstefnu. Gildistími stefnunnar verður til ársins 2030/31. Umfang stefnunnar miðast við málefnasvið 18 sem er á ábyrgð mennta- og menningarmálaráðuneytis en utanríkisráðuneyti fer með málefni sendiskrifstofa og sjálfseignarstofnunarinnar Íslandsstofu sem styður við kynningu á íslenskri list menningu erlendis. Með fyrstu heildstæðu myndlistarstefnunni er vörðuð metnaðarfull braut til næsta áratugar. Sett er fram framtíðarsýn ásamt fjórum meginmarkmiðum. Í aðgerðaáætlun sem fylgir stefnunni er miðað að því að treysta stoðir og tækifæri greinarinnar með ýmsum hætti. Verkefnahópurinn mat stöðu myndlistar á Íslandi og er stefnan og aðgerðaáætlunin afurð þess mats.

Sjá málið í Samráðsgátt stjórnvalda: https://samradsgatt.island.is/oll-mal/$Cases/Details/?id=3050
Umsagnarfrestur er til 5. október nk.

Umsagnir verða birtar í gáttinni jafnóðum og þær berast. Athugið að ekki er hægt að breyta umsögnum eftir að þær hafa verið sendar inn.

Niðurstöður samráðsins verða birtar í gáttinni þegar unnið hefur verið úr þeim ábendingum og athugasemdum sem bárust.

WP2Social Auto Publish Powered By : XYZScripts.com