
Menningarhúsin í Kópavogi: Fjölskyldustund 9. júní
Fjölskyldustund 9. júní kl. 13-15 í Gerðarsafni:
Gerður ferðalangur nefnist listsmiðja sem er liður í fullveldisafmæli Íslands en smiðjan er óháð tungumáli og fjölskyldur af ólíkum uppruna hvattar til að taka þátt. Unnið verður með leir, vír og liti en verk og ferðalög Gerðar Helgadóttur verða útgangspunkturinn en um síðustu helgi var ný yfirlitssýning á verkum Gerðar opnuð. Það eru þær Hrafnhildur Gissurardóttir og Edda Mac sem leiða smiðjuna sem er ókeypis og allir velkomnir.