Hellisgerði Börn 300×217

Menningargöngur í Hafnarfirði-Skrúðgarðurinn Hellisgerði

 

 

 

 

image001

 

 

 

Hellisgerði, börn   Hellisgerði, gosbrunnur

 

 

 

Menningargöngur í Hafnarfirði

Skrúðgarðurinn Hellisgerði – Fimmtudagur 2. júlí kl. 20                      

 

Fimmtudaginn 2. júlí kl. 20 annast Steinar Björgvinsson skógfræðingur og framkvæmdastjóri Skógræktarfélags Hafnarfjarðar leiðsögn um skrúðgarðinn Hellisgerði. Gangan er hluti af menningargöngum í Hafnarfirði sem efnt er til alla fimmtudaga í sumar. Síðastliðið sumar leiddi Steinar göngu um sama efni og var ákveðið að endurtaka hana í sumar vegna mikilla vinsælda og fjölda árkorana.Gengið frá  inngangi Hellisgerðis við Reykjavíkurveg.

 

Hellisgerði er einn elsti og fegursti skrúðgarður landsins stofnaður í júní 1923. Steinar Björgvinsson skógfræðingur og framkvæmdastjóri Skógræktarfélags Hafnarfjarðar leiðir göngu þar sem gaumur verður gefinn að trjám og gróðri í garðinum. Í Hellisgerði vaxa margar tegundir fjölæringa auk þess sem þar er talsvert af gömlum trjám, en ræktunarskilyrði í garðinum eru sérlega góð og því má þar finna tré sem annars eru sjaldgæf hérlendis, svo sem gráösp, döglingsvið og hrossakastaníu.

Steinar Björgvinsson  lauk BS-gráðu í skógfræði frá Landbúnaðarháskóla Íslands árið 2010 en hafði áður útskrifast sem garðyrkjufræðingur frá Reykjum árið 1990 og sem blómaskreytir frá Ingvar Strandhs Blomsterskola árið 2001. Steinar var Íslandsmeistari í blómaskreytingum árin 2004, 2006 og 2012. Hann starfaði í blómaverslunum hér heima og erlendis, einnig hefur hann unnið við ýmsar garðyrkjustöðvar auk þessa að starfa fyrir Skógræktarfélags Reykjavíkur. Steinar hóf störf fyrir Skógræktarfélag Hafnarfjarðar árið 1982 og tók aftur til starfa þar árið 1996. Hann er nú framkvæmdastjóri Skógræktarfélags Hafnarfjarðar.

Nánari upplýsingar veitir: Steinar Björgvinsson, s. 894 1268

 

Hafnarborg

Strandgata 34

220 Hafnarfjörður

  1. 585 5790

www.hafnarborg.is

 

 

Menningargöngur  í allt sumar:

  1. júlí – Neisti listarinnar

Gengið um slóðir listakonunnar Hönnu Davíðsson.

Gengið frá Pakkhúsi Byggðasafnsins.

 

  1. júlí – Rölt um listaslóðir

Ragnheiður Gestsdóttir rithöfundur.

Gengið frá Bókasafni.

 

  1. júlí – Víðistaðatún

Þráinn Hauksson landslagsarkitekt segir fá sögur og skipulagi svæðisins.

Gengið frá Skátaheimilinu við Hjallabraut.

 

30.júlíHugað að náunganum

Gengið um slóðir sem endurspegla þátttöku kvenna í uppbyggingu umönnunar og heilsugæslu í Hafnarfirði.

Gengið frá Pakkhúsi Byggðasafnsins.

 

  1. ágúst – Verslunarsaga kvenna

Lúðvík Geirsson fyrrverandi  bæjarstjóri Hafnarfjarðar.

Gengið frá Hafnarborg.

 

  1. ágústLoksins klukknahljómur

Björn Pétursson Bæjarmynjavörður Hafnarfjarðar fjallar um kirkjusögu bæjarins.

Gengið frá Pakkhúsi Byggðasafnsins

 

  1. ágúst – Ásgeir G. Stefánsson og framlag hans til íslenskrar byggingarlistar

Pétur H. Ármannsson arkitekt og fleiri fjalla um fjölbreytt framlag Ásgeirs til mannlíf í Hafnarfirði.

Gengið frá Hafnarborg.

 

  1. ágúst – Vettvangur æskunnar

Árni Guðmundsson félagsuppeldisfræðingur leiðir göngu um slóðir unglingamenningar.

Gengið frá Pakkhúsi Byggðasafnsins.

WP2Social Auto Publish Powered By : XYZScripts.com