Menning og myndlist í Katalóníu

Art Travel býður upp á vikuferð í byrjun maí til að njóta sólar og yndislegs umhverfis, sem án efa mun gefa innblástur til listsköpunar.

Í byrjun maí stendur fyrir dyrum ferð til Katalóníu á Spáni með yfirskriftinni “Menning og myndlist í Katalóníu“. Ég hef fengið Keith Hornblower til að koma frá Englandi til að kenna vatnslitamálun í dásamlegu umhverfi vínræktarhéraðsins Subirats, Penedes en að auki munum við fara í skoðunarferðir og eiga dag í Barcelona.

Keith hefur tvívegis komið til landsins til að kenna Íslendingum við góðan orðstýr. Í tengslum við námskeiðin hefur hann einnig verið með Masterclass fyrir áhugasama sem fylgdust með honum mála. Keith er mjög góður kennari með einstaklega góða nærveru og frábær málari, skoðiði gjarnan fleiri verk eftir Keith með því að “gúggla“ nafnið hans.

Þessi ferð til Katalóníu er á sérstöku kynningarverði, um er að ræða fyrstu ferð á þennan stað en fleiri eru fyrirhugaðar.

Endilega skoðið meðfylgjandi upplýsingar um ferðina og hafið samband ef upp vakna spurningar. Athugið að frestur til að skrá sig rennur út eftir tæpar þrjár vikur. Ég bendi á að það er takmarkaður fjöldi eða 10-14 manns þannig að ég á von á að færri komist að en vilja.

Kynningarverð:

Kr. 198.000,- m.v. tvo í herbergi

Kr. 229.000,- einbýli

Nánari upplýsingar gefur Valgerður Pálsdóttir í síma: 8979990 eða info@arttravel.is

Sjá myndir og nánari upplýsingar með því að smella hér

www.arttravel.is

https://www.facebook.com/arttravel.is

 

WP2Social Auto Publish Powered By : XYZScripts.com