MENNING OG LISTIR – SÚREFNIÐ Í SAMFÉLAGINU!

MENNING OG LISTIR – SÚREFNIÐ Í SAMFÉLAGINU!

Á morgun – þriðjudaginn 24. október kl. 20.00 stendur Félag íslenskra leikara fyrir opnum fundi í Tjarnabíó þar sem fulltrúum stjórnmálaflokkanna sem bjóða fram á landsvísu er boðið til umræðu um framtíðarsýn þeirra er varðar menningu og listir og stöðu hinna skapandi greina í samfélaginu.

Í þessari stuttu kosningabaráttu hefur lítið verið fjallað um menningu og listir, súrefnið í samfélaginu.  Hér er á ferðinni einstakt tækifæri fyrir fagfólk og aðra áhugasama til að eiga beint samtal við frambjóðendur um þennan mikilvæga málaflokk.   Hvað brennur á listamönnum og hvernig bregðast frambjóðendur við því?

Allir flokkar hafa staðfest komu sína.

 

Björt framtíð Nichole Leigh Mosty 1. sæti Rvk S
Flokkur fólksins Inga Sæland, formaður Flokks fólksins 1. sæti Rvk S
Framsóknarflokkurinn Lárus Sigurður Lárusson 1. sæti Rvk S
Miðflokkurinn Guðlaugur G. Sverrisson 2. sæti Rvk N
Píratar Snæbjörn Brynjarsson 4. sæti Rvk S
Samfylkingin Guðmundur Andri Thorsson 1. sæti Suðv.
Sjálfstæðisflokkurinn Herdís Anna Þorvaldsdóttir 5. sæti Rvk N
VG Kolbeinn Óttarson Proppé 2. sæti Rvk S
Viðreisn Þorgerður Katrín Gunnarsdóttir, formaður Viðreisnar 1. sæti Suðv.

 

Fundinum verður streymt á visi.is

 

WP2Social Auto Publish Powered By : XYZScripts.com