Meirihluti félagsmanna BHM telur álag í starfi of mikið / Ertu félagi í BHM?

Um tveir þriðju svarenda í könnun sem nýlega var gerð meðal félagsmanna aðildarfélaga BHM telja að álag þeirra í starfi sé of mikið en tæplega þriðjungur telur það vera hæfilegt. Aðeins um 1,6% svarenda telja að álag í starfi sé of lítið.  Hér er linkur inn á fréttina á heimasíðu BHM.

Við hjá SÍM minnum einnig okkar félagsmenn sem ekki þegar eru félagar í BHM að skoða málið og sækja um ef vilji er fyrir því.  Þetta er hlutur sem skiptir gríðarlegu máli í baráttu myndlistarmanna og mikil trygging fyrir listamennina sjálfa. Umsóknarferlið gerist rafrænt og er útskýrt mjög vel á heimasíðunni okkar undir flipanum Þjónusta/BHM. Rafræna ferlið er neðst í hægra horninu sem fylgir ykkur inn á útskýringar um hvernig skal bera sig að í rafrænum iðgjaldaskilum og skilum úr launakerfi. Allt er útskýrt vel inni á síðu BHM/Hvernig á að ganga frá skilagreinum?

Gangi ykkur vel.

WP2Social Auto Publish Powered By : XYZScripts.com