MG 4593

Medium of Matter – Leiðsögn með Rósu Gísladóttur

Laugardaginn 16. febrúar kl. 15 mun Rósa Gísladóttir vera með leiðsögn um sýningu sína Medium of Matter í BERG Contemporary.

Sýningin opnaði þann 19. janúar síðastliðinn og stendur til 23. febrúar.

Rósa Gísladóttir nam myndlist við Myndlista- og handíðaskóla Íslands og lauk námi árið 1981. Hún útskrifaðist með diplóma frá Listaakademíunni í München úr skúlptúrdeild árið 1986, meistaragráðu í myndlist frá Manchester Metropolitan University árið 2002 og lauk M.Art.Ed. gráðu í kennslufræðum við Listaháskóla Íslands árið 2014.

Rósa á að baki fjölmargar sýningar hérlendis, til að mynda í Listasafni Reykjavíkur og Kjarvalsstöðum, Listasafni Árnesinga, Listasafni ASÍ og Nýlistasafninu. Hún hefur einnig verið virk í sýningarhaldi erlendis og hefur sýnt í Róm, Ravenna, Bonn, Krefeld, Frauenfeld, Manchester, Saatchi Gallery í London og Scandinavia House Gallery í New York. Verk eftir hana má meðal annars finna í safneign Listasafns Reykjavíkur, Listasafns Íslands og Icelandair Art Collection.

WP2Social Auto Publish Powered By : XYZScripts.com