Matthías Rúnar Sigurðsson opnar sýningu sína, ‘Vor í lofti’ í SÍM salnum við Hafnarstræti 16, föstudaginn 10. apríl, klukkan 17:00

Mynd- Matthías Rúnar Sigurðsson
Matthías Rúnar Sigurðsson opnar sýningu sína, ‘Vor í lofti’ í SÍM salnum við Hafnarstræti 16, föstudaginn 10. apríl, klukkan 17:00. Þar verður hægt að skoða menn og dýr í daglegu amstri, hjálparhellu og hvernig lífið er undir yfirborði jarðar, en líka hvernig það er á yfirborðinu og í háloftunum. Nokkrir steinar verða á sýningunni sem Matthías hefur höggvið út og breytt í haus, kött og einhvern apa (hjálparhellu), en þar verða líka málverk og teikningar. Vín verður í boði hússins og stendur opnunin yfir eins lengi og fólk er nógu glatt til að vera þar, eða til klukkan 19:00. Sýningin stendur yfir til 26. apríl og mun listamaðurinn stundum vera á staðnum.

Allir eru velkomnir.
WP2Social Auto Publish Powered By : XYZScripts.com