Margrét Loftsdóttir

Margrét Loftsdóttir opnar fyrstu einkasýningu sína 18. ágúst næstkomandi í Stokknum kl.15 – 18

Stokkur Art Gallery er listamanns rekið gallery á Stokkseyri. Við viljum færa suðurströnd Íslands nýja gátt fyrir nútímalist og aðra þjóðmenningu. Við erum stolt að hefja þessa vegferð með einkasýningu Margrétar Loftsdóttur sem sprengir út málverkið og rammarnir horfnir út á haf.

Margrét Loftsdóttir opnar fyrstu einkasýningu sína 18. ágúst næstkomandi í Stokknum.  Framtíðin er yfirskrift sýningarinnar. Þar verða útskriftaverk Margrétar úr University of Cumbria ásamt nýjum viðbótum.

„Framtíðin“

Með því að blanda saman sakleysi barnsins og grófum málarastíl er leitast við að ná fram ákveðinni þversögn í málverkinu. Notast er við gróf efni og skítuga liti ásamt expressionískum aðferðum sem mynda spennu innan málverksins. Hold barnsins er einstakt og viðkvæmt. Holdið er margslungið en samt svo náttúrulegt, það er fyrirbæri sem við þekkjum öll og kallar fram tilfinningar innra með okkur, það getur verið bæði fráhrindandi og aðlaðandi á sama tíma. Verkin eru stór og ögra formi málverksins. Lögun þeirra er óregluleg, rétt eins og líf kornabarnsins getur verið, ýmist úfið og tætt eða slétt og fellt.

Hversu einstök

þessi nýja mannvera.

Lítil viðkvæm sál,

andar, nærist, sefur 

enga vitneskju hefur

um hvað veröldin tekur og gefur.

Stokkur Art Gallery er staðsett við Hafnargötu 6, Stokkseyri.

WP2Social Auto Publish Powered By : XYZScripts.com