Margrét Jóns

Margrét Jónsdóttir listmálari opnar sýninguna FORKOSTULEGT OG FAGURT sunnudaginn 18.ágúst kl.15 í Grafíksalnum

Sýningin er í GRAFÍKSALNUM/IPA Gallery Tryggvagötu 17, 101 Reykjavík.  Sýningin stendur yfir frá 18 ágúst til 1 september og opið frá 14 -18 alla daga

Þetta eru verk unnin á undanförnum árum ásamt nýjum.

Margrét er fædd í Reykjavík og hefur starfað sem myndlistarmaður í tæp 50 ár og stundað kennslu í 27 ár bæði við framhaldsskóla, grunnskóla og Myndlistarskóla Kópavogs, unnið við grafíska hönnun og rekið auglýsingastofu. Menntuð við Myndlista og handíðaskóla Íslands, diplóma í frjálsri myndlist og síðar diplóma í grafískri hönnun, mastersnám við Central Saint Martins Collage of Art í London og diplóma frá Kennaraháskólanum.

Margrét hefur haldið á fimmta tug einkasýninga og tekið þátt í fjölda samsýninga hér á landi og erlendis. Einn af stofnendum Gallery Suðurgötu 7 sem var mikilvæg miðstöð í þróun framlínumyndlistar á Íslandi. Einn af stofnendum Hagsmunafélags myndlistarmanna sem var undanfari Sambands íslenskra myndlistarmanna ásamt stofnun SÍM.

Verk eftir Margréti eru í eign helstu listasafna landsins og hefur hún hlotið ferðastyrki og starfslaun listamanna.

WP2Social Auto Publish Powered By : XYZScripts.com