Margrét Jónsdóttir

Margrét Jónsdóttir – 24. sept kl 17. í Iðnó.

Sýning in IN MEMORIAM með verkum Margrétar Jónsdóttur, málara, opnar fimmtudag 24. sept. kl 17. í Iðnó.

Sýningin stendur til 22. október og er opin frá kl. 13 til 17 um helgar og virka daga frá kl. 13 til 16 .

Á sýningatímabilinu verður Gallerí Gestur alla sunnudaga milli kl 15 og 17 með verk eftir Margréti í Iðnó.

Gallerí Gestur er taska sem Dr. Magnús Gestsson hefur með sér og opnar þar sem hann drepur niður fæti.

Margrét Jónsdóttir sýnir í Iðnó verk úr myndaröðinni IN MEMORIAM, en þau byggja á hugleiðingum hennar um list og listframleiðslu á tímum firringar þar sem markaðshyggja er allsráðandi.

Tilurð verkanna má rekja til rannsókna Margrétar á því hverjar formæður hennar í kvenlegg voru. Nú á 100 ára afmæli kosnangréttar kvenna hér á landi segir hún að það vel er við hæfi að geta þeirra; Mettu Hansdóttir í Vík og Gunnhildar yngri “kóngamóður” sem sögð var hinn mesti svarkur. Metta fór eigin leiðir, braut hefðir og venjur enda menntuð og úr öðru menningarsamfélagi. Þar var listakona á ferð; Hún söng og kenndi m.a. dans sem var bannað á þessum tíma. Mette var síðasti ábúandi á landnámsjörð Ingólfs Arnarsonar og sagt var um eiginmann hennar að hann hefði verið fyrsti Arnarhólsróninn. Ransóknin á formæðrunum varð til þess að Margrét öðlaðist skilning á mörgu í lífi sínu. Uppgötvanirnar opnuðu gáttir sem leiddu til þess að hún fór að vinna ,,frönsk veggfóðursverk”, sem eru bæði tileinkuð formæðrunum og ádeila á markaðshyggju samfélagið í dag.

Margrét Jónsdóttir lauk prófi í frjálsri myndlist og grafískri hönnun frá Myndlista- og Handíðaskóla Íslands og MA námi í málun frá Central Saint Martins Collage of Art í London. Hún hefur haldið á fimmta tug einkasýninga og tekið þátt í fjölda samsýninga hér á landi og erlendis. Margrét var einn af stofnendum hins framsækna Gallerís Suðurgötu 7 og tók virkan þátt í stofnun Hagsmunafélags myndlistarmanna, undanfara Sambands íslenskra myndlistarmanna.

WP2Social Auto Publish Powered By : XYZScripts.com