Mánudaginn 4. maí opnar sýning Lóu Bjarkar, UNDRALANDIÐ II, í SÍM salnum í Hafnarstræti 16

Flæði 1

 

UNDRALANDIÐ II

 

 

Mánudaginn 4. maí opnar sýning Lóu Bjarkar, UNDRALANDIÐ II,  í SÍM salnum í Hafnarstræti 16. Lóa sýnir þar nýleg akrílmálverk unnin á striga og myndir unnar á pappír með vatnslitum og blandaðri tækni. Um er að ræða framhald af sýningunni Undralandið I sem haldin var í Gallerý Skriðuklaustri síðastliðið haust.

Lóa Björk hefur haldið um 15 einkasýningar og tekið þátt í fjölda samsýninga og ýmiss konar menningarstarfsemi hér á landi og víðs vegar um heiminn síðastliðin ár. Hún lauk meistaranámi í myndlist úr listaháskólanum „École Supérieure des Beaux Arts“ í Frakklandi og lærði kvikmyndagerð í Paul Valéry háskóla í Montpellier. Hún kennir listgreinar auk þess að vera kennslustjóri Listnámsbrautar ME og vinnur að eigin myndlistarsköpun samhliða á vinnustofu sinni, Réttinni, í Sláturhúsinu á Egilsstöðum. Hún var valin bæjarlistamaður Fljótsdalshéraðs 2008 og hlaut nýverið viðurkenningu Menningarráðs fyrir þátttöku í 10 ára menningarsamstarfi milli Austurlands, N-Írlands og Vesterålen í Norður Noregi þar sem hún hefur verið gestalistamaður. Hún situr nú í stjórn SAM-félagsins, grasrótarsamtökum um skapandi greinar á Austurlandi.

Náttúruöflin í Undralandinu (Ísland) eru ein helsta uppspretta hugmynda að verkunum sem Lóa Björk sýnir nú. Hin sífellda hreyfing og umbreyting náttúruaflanna eru þeir meginþættir sem liggja  til grundvallar verkanna. Hún hefur  unnið með ólíka miðla í myndlist sinni til þessa en þó aðallega málverk. Í þessum verkum eru möguleikar línuspils þess óræða í náttúrunni skoðaðir á óhlutbundinn hátt. Málverkið verður að sérstakri athöfn þar sem unnið er út frá hreyfingu, stað og stund. Flæðið verður þannig útgangspuntkturinn í þeirri hreyfingu innan þess ramma eða rýmis sem verkin eru sköpuð í rétt eins og náttúruöflin og tíminn skapa landslag.

 

Sýningin stendur til 26.maí og er opin á virkum dögum frá 10-16.

 

www.loabjork.com

 

—————————————————-

 

WONDERLAND II

 

 

 

Monday the 4th of May, Lóa Björk opens her exhibition, WONDERLAND II, at SÍM, The association of Icelandic visual artists, Hafnarstræti 16. Lóa works mostly in paintings, usually abstract, using mixed media on paper or canvas.

 

Lóa Björk has held around 15 private exhibitions and participated in numerous co-exhibitions and various cultural activities in Iceland and abroad for the last few years. She finished her Master’s degree in visual arts from the university of arts: École Supérieure des Beaux Arts“ in Montpellier, France and studied film making at the University Paul Valéry in Montpellier. She teaches Arts and is the chief of teaching at the Arts department in ME (Egilsstaðir junior high school) and works simultaneously on her own art in her studio Réttin, in the cultural centre, The Slaughterhouse in Egilsstaðir. She was chosen as the town artist of Fljótsdalshérað in 2008 and recently received an award from the cultural committee of Vesterålen for participat- ing in a 10 years cooperation between East-Iceland, North-Ireland, Vesterålen in North-Norway, where she has been a guest artist. She is currently on the board of SAM-félagið (the Community), a grass root organisation centring on the creative arts in East-Iceland.

 

The forces of nature are one of the primary influences of ideas in Lóa‘s work. The constant movement and metamorphosis which take place in nature are the main themes which are the foundation of her works. Lóa has worked with different medias but mainly the painting. In her works now she explores. In these works, the possibilities of the interconnection of lines in the undefined in nature, are explored in an abstract way. The painting becomes a sort of a ritual, where the focus is on the movement, place and moment. The flow becomes in this way the point of origin in the movement within the frame or space where the works are created just as the forces of nature and time create landscape.

 

The exhibition runs until May 26th and is open weekdays from 10-16.

 

 

www.loabjork.com

 

 

WP2Social Auto Publish Powered By : XYZScripts.com