Untitled 2

Málþing um framlag Íslands til Feneyjatvíæringsins 2015

Málþing um framlag Íslands til Feneyjatvíæringsins 2015 verður haldið í Listasafni Íslands laugardaginn næstkomandi, 5. desember, kl. 11:00 – 14:30.

 Fjórir frummælendur flytja erindi og varpa fram hugmyndum sem spretta upp af vangaveltum um listaverkið MOSKUNA eftir Christoph Büchel í sýningarstjórn Nínu Magnúsdóttur.

Þátttakendur í málþinginu eru:

Hlynur Helgason, myndlistarmaður og listfræðingur
Ólafur Gíslason, listfræðingur
Ragna Sigurðardóttir, myndlistarmaður, rithöfundur og gagnrýnandi
Stefano Rabolli Pansera, arkitekt og borgarfræðingur
Fundarstjóri er Guðni Tómasson, listsagnfræðingur

WP Facebook Auto Publish Powered By : XYZScripts.com