Untitled 2

Málþing um framlag Íslands til Feneyjatvíæringsins 2015

Málþing um framlag Íslands til Feneyjatvíæringsins 2015 verður haldið í Listasafni Íslands laugardaginn næstkomandi, 5. desember, kl. 11:00 – 14:30.

 Fjórir frummælendur flytja erindi og varpa fram hugmyndum sem spretta upp af vangaveltum um listaverkið MOSKUNA eftir Christoph Büchel í sýningarstjórn Nínu Magnúsdóttur.

Þátttakendur í málþinginu eru:

Hlynur Helgason, myndlistarmaður og listfræðingur
Ólafur Gíslason, listfræðingur
Ragna Sigurðardóttir, myndlistarmaður, rithöfundur og gagnrýnandi
Stefano Rabolli Pansera, arkitekt og borgarfræðingur
Fundarstjóri er Guðni Tómasson, listsagnfræðingur

WP2Social Auto Publish Powered By : XYZScripts.com