Listasafn Reykjavíkur

Málþing: Staða kvenna í samhengi íslenskrar myndlistar Laugardag 23. mars kl. 13.00 á Kjarvalsstöðum

Málþingið er haldið í tengslum við sýninguna Hringur, ferhyrningur og lína sem er fyrsta yfirlitssýningin sem haldin er á verkum Eyborgar Guðmundsdóttur.

Það hefur ekki farið mikið fyrir verkum Eyborgar síðustu áratugi þó hún hafi átt merkan feril sem teygði sig yfir á meginlandið í módernismann í París. Hún var afkastamikil á stuttum ferli sem spannaði aðeins um 15 ár en hún lést árið 1977 aðeins 53 ára að aldri.

Þátttakendur málþingsins velta fyrir sér stöðu kvenna í íslenskri listasögu með stöðu kvenna í alþjóðlegri listasögu til hliðsjónar. Einnig verður velt vöngum yfir vinnuumhverfi kvenna í myndlist.

ÞÁTTTAKENDUR
Hrafnhildur Schram listfræðingur: Staða kvenna í myndlist í lok 19.aldar og fyrri hluta 20. aldar. 
Heba Helgadóttir og Ingibjörg Sigurjónsdóttir sýningarstjórar: Erindi um sýninguna Hringur, ferhyrningur og lína. Farið verður í þá rannsóknarvinnu sem sýningin er byggð á og varpað ljósi á stuttan en kraftmikinn feril Eyborgar Guðmundsdóttur.
Guðrún Erla Geirsdóttir (Gerla), myndlistarmaður og listfræðingur: Staða kvenna í myndlist frá miðri 20. öld til loka hennar.
Sigríður Valdimarsdóttir: Erindi um niðurstöður úr MA ritgerð hennar „Konur í myndlist“ en þar fer hún yfir vinnuumhverfi kvenna í myndlist síðustu ár.

PALLBORÐ
Ragnheiður Jónsdóttir myndlistarmaður
Sigríður Björnsdóttir myndlistarmaður

WP2Social Auto Publish Powered By : XYZScripts.com