MÁLÞING Í LISTASAFNI ÍSLANDS: LISTASAFN Í SAMFÉLAGI VIÐ SAMFÉLAGIÐ. Laugardaginn 31. janúar kl. 11:00-14:00


MÁLÞING Í LISTASAFNI ÍSLANDS: LISTASAFN Í SAMFÉLAGI VIÐ SAMFÉLAGIÐ

Laugardaginn 31. janúar efnir Listasafn Íslands til málþings um stöðu og framtíð þjóðarlistasafnsins.

Listasafn Íslands var stofnað af Birni Bjarnarsyni árið 1884 og er 130 ára afmælis þess fagnað með sýningum, atburðum, bókaútgáfu og málþingi. Á þessum tímamótum er mikilvægt að skoða hlutverk, stöðu og framtíð safnsins og er því boðað til málþings um málefni þess í Listasafni Íslands, Fríkirkjuvegi 7. Málþingið hefst klukkan 11:00 og lýkur klukkan 14:00.

Á málþinginu verður leitast við að varpa ljósi á stöðu safnsins í fortíð og samtíma okkar um leið og sjónum verður beint að hlutverki þess, menningarsögulegri ábyrgð, möguleikum og sýn til framtíðar.


Listasafn Íslands er eign allra Íslendinga og er höfuðsafn á sviði myndlistar. Samkvæmt Myndlistarlögum nr. 64/2012 ber því að:

leitast við að safna íslenskri myndlist, vera miðstöð varðveislu, rannsókna, heimildasöfnunar og miðlunar á íslenskri myndlist. Listasafn Íslands skal leitast við að koma uppmetnaðarfullu safni íslenskrar myndlistar, skrá það, rannsaka, varðveita og miðla, innan lands og utan. Listasafn Íslands skal kosta kapps um að efla íslenska myndlist og stuðla að framþróun hennar. Leitast skal við að safnkosturinn endurspegli sem best strauma og stefnur í íslenskri og alþjóðlegri myndlist á hverjum tíma. Listasafn Íslands skal afla heimilda og stuðla að öflun og miðlun þekkingar á íslenskri myndlist til almennings og sérfræðinga til fræði- og rannsóknastarfa. Safnið skal annast fræðslustarfsemi um innlenda og erlenda myndlist fyrir skóla, fjölmiðla og almenning.


Á málþinginu verða lagalegar skyldur safnsins skoðaðar í ljósi núverandi fjárhagsstöðu þess, stöðugilda og húsakosts um leið og horft verður til framtíðar og þeirra möguleika sem liggja í eflingu safnsins.DAGSKRÁ MÁLÞINGS LAUGARDAGINN 31. JANÚAR 2015 KL. 11:00 – 14:00


Listasafn Íslands í fortíð, nútíð og framtíð

Málþingið sett kl. 11:00

kl. 11:10-11:30

Illugi Gunnarsson, mennta- og menningarmálaráðherra

kl. 11:30-11:50
Katrín Jakobsdóttir, alþingismaður og formaður Vinstri hreyfingarinnar – græns framboðs

kl. 11:50-12:10
Halldór Björn Runólfsson, safnstjóri Listasafns Íslands-kaffihlé-

kl. 12:30-12:50
Anna María Urbancic, Dagný Heiðdal og Rakel Pétursdóttir, starfsmenn Listasafns Íslands

kl. 12:50-13:10
Andri Snær Magnason, rithöfundur

kl. 13:10-14:00
Pallborðsumræður

Fundarstjóri: Harpa Þórsdóttir, forstöðumaður Hönnunarsafns Íslands


Aðgangur á málþingið er ókeypis og allir velkomnir

WP2Social Auto Publish Powered By : XYZScripts.com