B5fc2894 69bd 413d B2cf 4c52a17675ee

Málfundur í Hafnarhúsi 9. nóv

Málfundur um fyrstu útisýningarnar í opinberu rými

Listasafn Reykjarvíkur – Hafnarhús

Fimmtudaginn 9.11. kl 20.00

Hvað var svona merkilegt við þessar sýningar á Holtinu á 7. áratugnum?

Útisýningarnar voru fyrstu sýningar á skúlptúrum sem haldnar voru í opinberu rými á Íslandi, en með þeim urðu ákveðin straumhvörf í umhverfislist og skúlptúr á landinu. Með þeim komust íslenskir listamenn smám saman í samband við alþjóðlegar hreyfingar í myndlist, einangrun landsins var rofin og myndlistarheimurinn breyttist til langframa í kjölfar þeirra.

Sýningarnar urðu fimm talsins, rúmlega fjörutíu listamenn tóku þátt í þeim og sýnd voru um 130 verk.

Í Hafnarhúsinu fimmtudagskvöldið 9. nóvember verður bókin Útsýningar á Skólavörðuholti 1967-1972 kynnt af Ingu S. Ragnarsdóttur. Tilefni útgáfunnar er 70 ára afmæli Myndlistaskólans í Reykjavik (MÍR) og 50 ára afmæli sýninganna. Kristinn E. Hrafnsson fjallar um afleiðingar sýninganna og arftaka en fundarstjóri verður Markús Þór Andrésson. Í umræðum taka þátt Áslaug Thorlacius skólastjóri MÍR, Haukur Dór einn af stofnendum SÚM og umsjónarmaður MÍR 1964-1965, Kristinn E. Hrafnsson ritnefndarmaður MHR og Inga S. Ragnarsdóttir formaður murk og ein af höfundum bókarinnar.

Hægt verður að kaupa bókina á útgáfuverði á málfundinum, en í henni má finna fjölda ljósmynda sem ekki hafa verið birtar áður.

WP2Social Auto Publish Powered By : XYZScripts.com