Pantheon Copy

Málfríður Aðalsteinsdóttir sýnir í Hallgrímskirkju

(english below)
Opnun Himinhvelfingar
Opnun listsýningar í Hallgrímskirkju sunnudaginn 27. nóv. kl. 12.15
 
Listsýning Málfríðar Aðalsteinsdóttur, Himinhvelfingar, mun opna næstkomandi sunnudag, þann 27. nóvember, kl. 12:15, í Hallgrímskirkju. Opnunin markar upphaf 35. starfsárs Listvinafélags Hallgrímskirkju.  Málfríður sýnir ný verk í forkirkjunni og verður opnunin við messulok. Boðið verður upp á veitingar í suðursalnum og eru allir velkomnir.
Kveikjan að sýningu Málfríðar var hvolfþak Panþeons í Róm en hún tekst á við merkingu og formgerð hvolfþaka í mismunandi trúarbrögðum og menningu í verkum sínum. Panþeon var upphaflega byggt sem heiðið hof en síðar umbreytt í kaþólska kirkju. Til samanburðar sýnir Málfríður hvolfþök frá öðrum menningarheimum en þeim evrópska, s.s. Turba Sitta Zubayda í Írak og indversk mynstur úr hofum og höllum. Málfríður Aðalsteinsdóttir er fædd og uppalin í Reykjavík en hefur um árabil búið og starfað í Osló. Í verkum hennar má aðallega greina tvö þemu: Annars vegar hrjóstruga náttúruna á norðlægum slóðum og hins vegar handverkshefðina og menningararfinn. Sýningarstjóri er Rósa Gísladóttir. Sýningin stendur til 19. febrúar 2017. 

Opening of Heavenly Vaults 
Art Exhibition Opening in Hallgrímskirkja
 
Málfríður Aðalsteinsdóttir’s  art exhibition , Heavenly Vaults, will open in Hallgrímskirkja on Sunday the 27th of November, at 12:15. The exhibition, which consists of new works of art, will be opened in the vestibule after the Sunday Service. Inspired by the dome of the Pantheon in Rome, Málfríður tackles the meaning and structure of domes in different religions and cultures in her art work. The Pantheon was originally built as a heathen temple, but later transformed into a Catholic church. Málfríður also shows domes from cultures outside of Europe, such as Turba Sitta Zubayda in Iraq and patterns from temples and palaces in India. Málfríður’s work mainly centers on two themes: The harsh nature of the Northern hemisphere, and traditional craftsmanship and cultural heritage. The exhibition is curated by Rósa Gísladóttir. The exhibition will be open until February 19th, 2017. 
WP2Social Auto Publish Powered By : XYZScripts.com