Kristjan 5

Mál 214: Sýningarspjall með Ragnari Aðalsteinssyni í Ljósmyndasafni Reykjavíkur í hádeginu á föstudag

Persónur og leikendur er yfirskrift sýningarspjalls sem haldið verður í Ljósmyndasafni Reykjavíkur kl. 12:10 föstudaginn 8. des í tengslum við sýninguna Mál 214.

Ragnar Aðalsteinsson hæstaréttarlögmaður mun fjalla um persónur og leikendur, upphaf lögreglurannsóknar á Guðmundar- og Geirfinnsmálum, rannsóknaraðferðir lögreglu, einangrun sakborninga og áhrif hennar, útilokun verjenda frá yfirheyrslum lögreglu og dómstóla, svo og sönnunargildi framburða sakborninganna.

Aðgangur er ókeypis og allir velkomnir!

Spjallið fer fram á íslensku.

WP2Social Auto Publish Powered By : XYZScripts.com