IMG 2972

Maja Siska sýnir í Grafíksalnum

Sýning Maju Sisku “Óður til kindarinnar” opnar í Grafíksalnum, Tryggvagötu 17, 23. mars kl. 18.30. Við opnunina mun Bára Grímsdóttir kveða nokkrar rímur, kindabjúgu og hangikjöt í boði. Sýningin er opin til 9.apríl.

Óður til kindarinnar
Sýning Maju Sisku er tileinkuð hinni íslensku sauðkind. Verkin á sýningunni eru öll unnin úr ull eða gæru, ullin er ýmist þæfð eða ofnin. Hún er spunnin, toguð og mótuð en þannig er látið reyna á fjölbreytileika hennar. Með notkun forna hefða í handverkinu nær listamaðurinn að tengjast fórtíðinni, fjárbúskapnum og ekki síst þjóðarsálinni. Sýningin óður til kindarinnar miðlar þakklæti fyrir afurðir hennar, fegurð og hugrekki.

Viðburðurinn á Facebook.

WP2Social Auto Publish Powered By : XYZScripts.com