Stolin

Magnús Helgason opnar sýningu í Listamenn Galleríi 29. apríl

Plop plop, ég er sápukúlur

Verkin á þessa á sýningunni eru öll unnin á síðustu tólf mánuðum, þau er unnin á óvissutímum í heiminum, tímabili sem hefst 2016 og stendur enn yfir. Verkin eru unnin inni í sápukúlu, en Magnús vill meina að hann, ásamt mörgum öðrum, búi í sápukúlu eða kannski tyggjókúlu.

Við umkringjum okkur eigin veruleika sem eru okkar eigin upplifanir af heiminum og skiljum ekki tilveru annarra.

Verkin eru sjálf sápukúlur, hafa þá merkingu sem fólk sér fyrir framan sig, upplifunin að horfa á málverk fer fram hjá huganum og beint inn í hjartað, þá upplifun er erfitt að færa í orð. Merking þeirra er engin í sjálfu sér og það sama á við um aðra hluti í heiminum. Maðurinn færir ólíklegustu hlutum djúpa merkingu en í rauninni er kannski allt merkingalaust.

Í verkum sínum fjallar Magnús sjaldnast um sértæka hluti, samt sem áður eru þau undir áhrifum af þeirri sápukúlu sem lifað er í þá stundina, titlarnir gefa til kynna undir hverskonar áhrifum þau voru unnin, hvernig sápukúlurnar voru.

WP2Social Auto Publish Powered By : XYZScripts.com