IMG 3124

Magnús Árnason – RAFSEGULSVIÐ ÆSKUNNAR

Laugardaginn 3. október næst komandi kl. 15:00, verður opnuð í Gryfju og Arinstofu Listasafns ASÍ sýning á verkum Magnúsar Árnasonar, en sýninguna nefnir hann RAFSEGULSVIÐ ÆSKUNNAR/ ELECTROMAGNETIC FIELD OF YOUTH.

Magnús sýnir verkfæri fyrir ósnertanlega hluti, drauma utan marka holdsins, fyrir ósýnileika, horfna heima. Liti.

Sýningin samanstendur af videoum, skúlptúrum og hljóði þar sem tveir af æskudraumum listamannis eru gerðir að veruleika.

Sýningin er tileinkuð Hönnu Maríu Gunnarsdóttur og stendur til 25. október.

Opið er í Listasafni ASÍ frá kl. 13.00 – 17.00 alla daga nema mánudaga og er aðgangur ókeypis.

Nánari upplýsingar á www.listasafnasi.is

 

WP2Social Auto Publish Powered By : XYZScripts.com