MagdalenaM1

Magdalena Margrét sýnir hjá OTTÓ – Matur & Drykkur – List, Höfn í Hornafirði frá 7.sept. til 30.nóv. 2019

Megin viðfangsefni Magdalenu Margrétar síðustu áratugina hefur verið konan og lífshlaup hennar. Hún vinnur útfrá eigin reynsluheimi, þar sem æskan, sakleysi, þroski og öldrun fléttast saman. Listsköpun sinni líkir hún við ljóðagerð eða frásögn, verkin eigi að vekja upp tilfinningar áhorfandans fyrir áreiti umhverfisins í samfélagi nútímans.

Magdalena Margrét Kjartansdóttir (1944) lauk námi í grafík frá Myndlista- og handíðaskóla Íslands. Hún hefur hlotið styrki og viðurkenningar fyrir list sína, haldið fjölda einkasýninga og tekið þátt í samsýningum og listahátíðum hér á landi og erlendis. Auk listsköpunar hefur Magdalena setið í ýmsum stjórnum á sviði myndlistar, komið að rekstri listhúsa og kennt grafík. Verk eftir hana eru í eigu Alþingis Íslendinga og helstu safna hér á landi auk safna í Svíþjóð, Japan og Kína.

magdalena@simnet.is  www:magdalena.is

Sýning Magdalenu Margrétar er hluti af sýningaröðinni ARGINTÆTUR sem G.ERLA – Guðrún Erla Geirsdóttir, listfræðingur og menningarmiðlari, hefur skipulagt. Áður hafa sýnt þær Ásta Ólafsdóttir, Guðrún Sigríður Haraldsdóttir, Harpa Björnsdóttir, Margrét Jónsdóttir, Rúna Þorkelsdóttir, Sigga Björg og Þórunn Elísabet Sveinsdóttir.

Magdalena Margrét has spent most of her life in Iceland believing in the magic of art and interested in the whole and parts of the feminine body, focusing on themes as childhood, maternity, mentality, and sexuality.

Magdalena Margrét Kjartansdóttir (1944) has a degree in Graphic Art from the Icelandic College of Arts and Crafts. She has held solo exhibitions and participated in numerous selected group shows in museums and galleries like in ASÍ, Reykjavík Art Museum, Liljevalchs, Amos Anderson, Fredriksborg Slot, Nordic House, Bejing Museum of Art  and many others in Iceland and abroad. Magdalena has received various grants and stipendiums. Works in collections including: the House of Parliament, museums in Iceland, Sweden, Norway, Japan and China.

Magdalena has been in the board of directors for the Icelandic Art Association, the Icelandic printmaker´s association, the Nordic Cultural Association and did run the gallery START ART in Reykjavik one of five artist, 2007 to 2009.

WP2Social Auto Publish Powered By : XYZScripts.com