Image

Mæðgur í Listhúsi Ófeigs

Sýning á málverkum  Guðrúnar Helgu Kristjánsdóttur  og  Rut Ragnarsdóttur, sem eru mæðgur frá Grindavík.
Í Listhúsi Ófeigs Skólarvörðustíg 5. 22. 10. – 16. 11. 2016

Opnun sýningarinar er næstkomandi laugardag á milli 15:00-17:00 léttar veitingar í boði.
Allir velkomnir.

Guðrún Helga  heillaðist snemma af abstract list og hefur einbeitt sér frá upphafi að kraftmiklum og litaglöðum olíumálverkum, með innblástur úr náttúrunni suður með sjó. Flest hennar verk eru unnin með olíu á striga og einnig hefur hún notað blandaða tækni.
Guðrún Helga hefur haldið bæði einkasýningar og tekið þátt í nokkrum samsýningum en þetta er í fyrsta skipti sem þær mæðgur sýna saman.

Rut Ragnarsdóttir  hefur haft áhuga á málarlistinni frá því að hún man eftir sér, hún hefur fylgst með móður sinni mála í mörg ár og hefur lært mikið af henni.
Rut byrjaði sjálf að mála fyrir alvöru fyrir nokkrum árum síðan en hún hefur verið að mála íslenskt landslag í allri sinni litadýrð og sum hver málverkanna eru með abstract ývafi. Þetta er fyrsta sýning Rutar.

WP2Social Auto Publish Powered By : XYZScripts.com