Flow 2015

MACRO/MICRO – Einkasýning Huldu Hlínar Magnus

Sölusýning að Tjarnargötu 40 á Degi Myndlistar 31.10.

Hulda Hlín Magnus heldur einkasýningu að Tjarnargötu 40 næstkomandi laugardag 31.10. frá kl. 14 – 17. Til sýnis verða bæði ný verk, eldri verk, verk í vinnslu, prent og kort. Sýningin er sölusýning.

Listsköpun Huldu Hlínar einkennist af sterkum litasamsetningum og hreyfingu/flæði. Nýjustuverkin eru óhlutbundnari en áður og hafa mörg hver lífrænan blæ og minnastundum á landslag innan frumu eða lífveru eða líkjast plöntum frá öðrum heimi.Önnur verk, einkum eldri verk, minna á flæðandi kletta eða fjöll. Hulda Hlínfann áður fyrr gjarnan innblástur í form kletta og fjalla íslenskrar náttúru ogheillandi lita þess og ljóss – en nú hafa formin hlotið aukið frelsi oglandslagið leyst upp í abstract heima, jafnvel innri heima eða fjarlægarvíddir. Verkin eru dularfullt samspil forma og lita tjáð einkum með olíu ástriga, olíupastel, akrýl, kolum eða blýant.

Hulda Hlín tengist húsinu að Tjarnargötu 40 sterkum böndum enda átti áður fyrrlangömmusystir hennar húsið og bjuggu hér langafi hennar, langamma, amma ogafi, og nú foreldrar hennar. Vinnustofa listakonunnar er á efstu hæð hússins ogsýningin flæðir frá vinnustofunni um ganga hússins og niður stigana og bláabakdyrastigann, nú vinnustofuinngang, þar sem Hulda Hlín kom oft sem barn ípönnukökur til ömmu.

Árið 2011 hélt Hulda Hlín sýningu í stofu hússins á Menningarnótt með portraitum afættmæðrum hennar auk þaraverka Katrínar Þorvaldsdóttur brúðumeistara – enKatrín bjó í húsinu um tíma og hafði þar m.a. vinnustofu. Lengst af bjugguMagnús G. Jónsson og Jóna Kristín Magnúsdóttir, amma og afi Huldu Hlínar íhúsinu og þar má sjá ýmis portrait eftir Huldu m.a. af Jónu Kristínu.

Í húsinu var gjarnan töluð franska, ítalska og jafnvel spænska enda nam Magnús G. Jónsson, afiHuldu Hlínar þau tungumál við Sorbonne háskóla. Synir þeirra hjóna tengjastbáðir Frakklandi sterkum böndum og fæddist annar þeirra í húsinu. Hulda Hlínólst upp að hluta í París og stundaði nám á Ítalíu og heldur þannig við hefðinni.Á Ítalíu nam Hulda Hlín málaralist og lauk prófi með hæstu einkunn fráListaakademíu Rómar. Expressíf tjáning gegnum form og liti eru henni hugleikinog að útskrift lokinni lagðist hún í rannsóknir á verkum hins franska Matisseog litapælinga hans og lauk masterprófi í listasögu frá Háskólanum í Bolognameð áherslu á merkingarfræði hins sjónræna. Hulda Hlín hefur haldið fjöldaeinka- og samsýninga. Nánari upplýsingar um verk og feril listamannsins má sjáá www.huldahlin.com.

 

WP2Social Auto Publish Powered By : XYZScripts.com