Lukka Sigurðardóttir opnar einkasýningu í Ekkisens laugardaginn 14. febrúar kl.17
Lukka Sigurðardóttir opnar einkasýningu í Ekkisens laugardaginn 14. febrúar. Opnun verður frá 17:00 – 19:00 og léttar veitingar í boði.
Sýningin heitir Hugskot og er fyrsta einkasýning Lukku eftir útskrift. Á sýningunni fjallar Lukka um það sem gerist á bakvið tjöldin í hugarheim hennar þessa stundina. Efniviðir verkanna eru margskonar en Lukka vinnur í það efni sem hentar best hverju sinni og er efnisvalið því oft á tíðum óhefðbundið.
Á sýningunni eru meðal annars innsetning úr kynlífsleikföngum, video, skúlptúr og ljósmyndir. Hún vinnur út frá ástinni í þessum verkum eins og oft áður og kemur það sér því vel að hafa opnunina á sjálfan Valentínusardaginn.
__________________________
Lukka Sigurðardóttir (1980) útskrifaðist með BA gráðu frá myndlistardeild Listaháskóla Íslands vorið 2014. Hún stundaði áður nám m.a. í fata og iðnhönnun auk tré- og járnsmíði við Iðnskóla Hafnafjarðar. Lukka hefur tekið þátt í fjölda samsýninga bæði hérlendis og erlendis. Hún er einn meðlima Algera stúdíó og hefur hlotið Íslensku tónlistarverðlaunin fyrir besta plötuumslagið TAKK með Sigur Rós.