D05dd067 Eae3 4faf B4a7 63e2d46c4dbd

Lokavika Cycle | Menning á miðvikudögum | Vídeósmiðja fyrir 1-5 ára

Róttæk gestrisni, framtíð stjórnarskrárinnar
og hetjur hrunsins á lokaviku Cycle

Listahátíðin Cycle | Dagskrá lokaviku

Listahátíðin Cycle stendur yfir september mánuð í Gerðarsafni með smiðjum, vinnustofum, fyrirlestrum, kvikmyndasýningum, opnum kvöldverðum, tónleikum, kvikspuna, gjörningum og myndlistarsýningu. Cycle hefur staðið frá árinu 2015 og tekur nú fyrir 100 ára fullveldisafmæli Íslands með áherslu á Grænland, Færeyjar og Ísland og samband landanna við Danmörku í nútíð og fortíð.

Í tilefni hátíðarinnar er sýning í Gerðarsafni með verkum Darra Lorenzen, Ragnars Kjartanssonar, Ólafs Ólafssonar og Libiu Castro, Andrew Ranville og Jeannette Ehlers auk viðburðardagskrárinnar. Sýningin er opin á hefðbundnum opnunartímum safnsins, þriðjudaga til sunnudaga kl. 11-17.

Á dagskrá lokaviku listahátíðarinnar Cycle eru þverfagleg tónleikar, annarrar viku listahátíðarinnar eru tónleikar, vinnustofur, kvikmyndasýningar, gjörningar og verk í vinnslu. Formlegri dagskrá hátíðarinnar lýkur með viðburðinum Hetjur hrunsins 24. september en sýningin stendur til 1. október.

 

RÓTTÆK GESTRISNI | Viðburður

  1. september kl. 20

Hvernig getur tónlistarsköpun og tónlistin verið rammi utan um félagslegt samneyti og stuðlað að nýrri og róttækari gestrisni á tímum markaðsvæðingar gestgjafahlutverksins? Á þessari opnu kynningu munu tónskáldin Bergrún Snæbjörnsdóttir, Áki Ásgeirsson og Páll Ivan frá Eiðum, allt meðlimir S.L.Á.T.U.R. ásamt Peter Meanwell, listrænum stjórnanda Borealis hátíðarinnar, rýna í þau valdatengsl sem gestrisni felur í sér og taka fyrsta skrefið af 6 mánaða langri ferð sinni í átt frá tónleikasalnum. Aðgangseyrir á safnið gildir á viðburðinn.

 

SJÓNMÁL | Tónleikar

  1. september kl. 20

SJÓNMÁL er fundur samtíma myndlistar og samtíma tónlistar. Tónverkin, flytjendurnir og hljóðfærin skapa sjónrænan ramma og tónlistinni er raðað inn í rýmið milli hinna ýmsu verka og gjörninga sem setja tónlistina í nýtt samhengi. Verk eftir tónskáldin Ann Cleare, Rama Gottfried og Kaj Duncan David mynda útgangspunkt samvinnunnar milli Ensemble Mosaik og myndlistarmannanna Haralds Jónssonar, Elínar Hansdóttur, Margrétar H. Blöndal og Darra Lorenzen. Sýningarstjóri er Dorothee Kirch. Aðgangseyrir á safnið gildir á tónleikana.

 

SAGA OG FRAMTÍÐ ÍSLENSKU STJÓRNARSKRÁRINNAR | Opinn fundur

  1. september kl. 19:30

Velkomin á opinn fund um sögu og framtíð íslensku stjórnarskrárinnar í tilefni verks Libiu Castro og Ólafs Ólafssonar Stjórnarskrá er ferli. Í verkinu eru fimm íslenskar stjórnarskrár sýndar opinberlega í fyrsta skipti. Mælendur á fundinum eru Libia Castro (ES) – Ólafur Ólafsson (IS) – Ragnar Aðalsteinsson (IS) – Ragnheiður Kristjánsdóttir (IS) – Njörður Sigurðsson (IS). Allir eru velkomnir og aðgangur ókeypis.

 

Orviilot | Tónleikar Hong Kong New Music Ensemble

  1. september kl. 20

Á tónleikunum Orviilot mun Hong Kong New Music Ensemble frumflytja verkin Orviilot eftir Lam Lai tónskáld og Sigurður Guðjónsson myndlistarmann, Doublé eftir Alex Yiu tónskáld og 215° eftir Áka Ásgeirsson tónskáld. Tónleikarnir verða haldnir í samtali við innsetninguna tungl.gátt eftir Kingsley Ng myndlistarmann og Angus Lee tónskáld en verkið er innblásið af kínverska tákninu fyrir frelsi og afslöppun (閒). Aðgangseyrir á safnið gildir á tónleikana.

 

HETJUR HRUNSINS | Skoðað og skrafað

  1. september kl. 15

Hetjur hrunsins er langtíma þverfaglegt listaverkefni sem fjallar um sálfræðileg og félagsleg áhrif hrunsins á Íslandi árið 2008. Frásögnin um hrunið varð ekki eingöngu frásögn um efnahagslegt hrun smáríkis heldur er hún samtímis frásögn og goðsögn. Rosie Heinrich hefur eytt tveimur árum í rannsókn á málefninu og tekið viðtöl við fjölda Íslendinga. Vitnisburður þeirra um hrunið; innsýn og raddir eru grunnar hennar að listaverkinu Hetjur hrunsins sem samanstefndur af vídeóverki, gjörningi og bók, sem fjalla um áhrif og eftirstöðvar kreppunnar. Vídeóhluti verks Rosie verður frumsýndur í lok Cycle hátíðarinnar og samhliða því verður rætt við nokkra viðmælendur hennar úr myndinni.

 

Menning á miðvikudögum

Boðið verður upp á menningardagskrá á hverjum miðvikudegi í Menningarhúsunum í Kópavogi í vetur. Nú á miðvikudaginn, 20. september kl. 12, verður boðið upp á leiðsögn um sýninguna Fullveldi I Nýlenda sem stendur sem hluti af listahátíðinni Cycle. Í leiðsögninni verður fjallað um verk Andrew Ranville, Austur er vestur og vestur er austur, sem birtir fána smáþjóða sem hafa reynt og mistekist að öðlast sjálfstæði. Einnig verður fjallað um verk Libiu Castro og Ólafs Ólafssonar, Stjórnarskrá er ferli, þar sem fimm íslenskar stjórnarskrár eru sýndar opinberlega í fyrsta skipti.

Menning á miðvikudögum er ýmist í Gerðarsafni, Salnum, Héraðsskjalasafni Kópavogs og Bókasafni Kópavogs. Fyrsta og þriðja miðvikudag í mánuði býður Héraðsskjalasafn Kópavogs upp á ljósmyndagreiningu kl. 10:30-11:30. Hina miðvikudagana skiptast Gerðarsafn, Bókasafn Kópavogs og Salurinn á ða bjóða upp á hádegistónleika, bókaumfjöllun, upplestra og stuttar hádegisleiðsagnir.

Dagskrá Menningar á miðvikudögum er öllum opin og er aðgangur ókeypis.

 

Fjölskyldustund í Gerðarsafni

Hringrás I Vídeósmiðja fyrir 1-5 ára krakka

september kl. 13-15

Verið velkomin á vídeósmiðjuna Hringrás fyrir eins til fimm ára krakka ásamt fylgifiskum. Vídeósmiðjan er leikur að tímalínu og lifandi myndefni í snjalltækjum. Smiðjan er leikur og sköpun þar sem við rannsökum möguleika hljóðs og lifandi myndar þar sem hljóð verður að mynd. Smiðjan er leidd af Björk Viggósdóttur myndlistarmanni og er í tengslum við listahátíðina Cycle.

Vídeósmiðjan er liður í fjölskyldustundum Menningarhúsanna Menningarhúsin í Kópavogi bjóða upp á fjölbreytta dagskrá fyrir alla fjölskylduna í allt vor. Um er að ræða listsmiðjur, upplestur, tónleika og fleira fyrir börn og unglinga sem hefjast upp úr hádegi. Viðburðirnir fara ýmist fram í Gerðarsafni, Bókasafni Kópavogs, Náttúrufræðistofu Kópavogs eða í Salnum og er aðgangur að viðburðum gestum að kostnaðarlausu.

 

WP2Social Auto Publish Powered By : XYZScripts.com