8b9c33db 74e3 40eb B807 9434c5f1a9fe

Lokasýning kvikmyndaklúbbsins í Myrkri, Eldorado XXl eftir Salome Lamas

(English below)

Verið velkomin á lokasýningu kvikmyndaklúbbsins Í myrkri 

Eldorado XXI

Eftir Salome Lamas

Annað kvöld, þann 20. mars kl 20:30 í Kling & Bang

Það er með nokkrum trega að við kveðjum kjöltu Myrkurs, sem þögult fóstraði hugsanir, gekk með okkur traust og þétt út á Granda og sat undir okkur á meðan við störðum á kvikar myndir.
20. mars verða Myrkur og Birta jafnstór og þá um kvöldið setjumst við í síðasta sinn í kjöltu Myrkurs- í bili – áður en við hoppum sjálf á breiðtjaldið og hringsjána með Birtu, fullviss um að Myrkur bíður okkar með opinn faðm að sumri liðnu.
Þau – og við – eigum mót í Kling og Bang þann 20. mars klukkan 20:30

Myndin sem við ætlum að sýna þessu sinni er Eldorado XXI eftir Salome Lamas.

Eldorado XXI er draumkennd og dularfull þjóðfræði cut-up mynd sem gerist í La Rinconada y Cerro Lunar (5500m), einni af hæstu byggðum heims, hátt uppi í Andes fjöllunum í Peru. Tálsýn aftur úr forneskju leiðir fólk til sjálseyðingar. Fylgst er með námamönnum sem fá að leita að fjársjóði í 4 klukkustundir á þrjátíu daga fresti, gegn því að vinna launalaust í gull námu.

Það er ókeypis á sýningar í klúbbnum en tekið er á móti frjálsum framlögum sem renna beint til leikstjóranna, fyrir höfundarrétt sinn.

Að kvöldunum standa Yrsa Roca Fannberg, Ragnheiður Gestsdóttir og Bryndís Hrönn Ragnarsdóttir í samvinnu við Kling & Bang.

Trailer

///

 

English
Last screening of In The Dark Film club, this winter

ELDORADO XXI

by Salome Lamas
20th of March at 8:30 pm in Kling & Bang

 

ELDORADO XXI is a haunting and mysterious ethnographic reality cut-up. Set in the highest settlement in the world, La Rinconada y Cerro Lunar (5500m), in the Peruvian Andes; an illusion leads men to self destruction, moved by the same interests, dealt with the same tools and means in contemporaneity as it has been dealt in the ancient times.

The entrance is free, but voluntary entrance fee is welcome, that goes directly to the directors for their film rights.

In the dark
The old living room cinema will move up a level with regular screenings of selected documentaries and experimental films by some of the most interesting contemporary film makers. This will be the last screening this winter but In the Dark follows the darkness and will thus return next fall when the darkness reappears.

The hosts of the evening are Yrsa Roca Fannberg, Ragnheiður Gestsdóttir and Bryndís Hrönn Ragnarsdóttir in collaboration with Kling & Bang.

Trailer

WP2Social Auto Publish Powered By : XYZScripts.com