
Lokasýning kvikmyndaklúbbsins í Myrkri, Eldorado XXl eftir Salome Lamas
(English below)
Verið velkomin á lokasýningu kvikmyndaklúbbsins Í myrkri
Eldorado XXI
Eftir Salome Lamas
Annað kvöld, þann 20. mars kl 20:30 í Kling & Bang
Það er með nokkrum trega að við kveðjum kjöltu Myrkurs, sem þögult fóstraði hugsanir, gekk með okkur traust og þétt út á Granda og sat undir okkur á meðan við störðum á kvikar myndir.
20. mars verða Myrkur og Birta jafnstór og þá um kvöldið setjumst við í síðasta sinn í kjöltu Myrkurs- í bili – áður en við hoppum sjálf á breiðtjaldið og hringsjána með Birtu, fullviss um að Myrkur bíður okkar með opinn faðm að sumri liðnu.
Þau – og við – eigum mót í Kling og Bang þann 20. mars klukkan 20:30
Myndin sem við ætlum að sýna þessu sinni er Eldorado XXI eftir Salome Lamas.
Eldorado XXI er draumkennd og dularfull þjóðfræði cut-up mynd sem gerist í La Rinconada y Cerro Lunar (5500m), einni af hæstu byggðum heims, hátt uppi í Andes fjöllunum í Peru. Tálsýn aftur úr forneskju leiðir fólk til sjálseyðingar. Fylgst er með námamönnum sem fá að leita að fjársjóði í 4 klukkustundir á þrjátíu daga fresti, gegn því að vinna launalaust í gull námu.
Það er ókeypis á sýningar í klúbbnum en tekið er á móti frjálsum framlögum sem renna beint til leikstjóranna, fyrir höfundarrétt sinn.
Að kvöldunum standa Yrsa Roca Fannberg, Ragnheiður Gestsdóttir og Bryndís Hrönn Ragnarsdóttir í samvinnu við Kling & Bang.
///
|
|