Dyflissa

Lokadagur sýningarinnar DÝFLISSA í Ekkisens

Verið velkomin á síðasta sýningardag DÝFLISSU í Ekkisens / You are invited to the finissage of A DUNGEON, an exhibition at Ekkisens.

Fimmtudag / Thursday
28. Mars / March 28th
17:00 – 19:00 / 5 – 7 p.m.

Sýningin er unnin af Margréti Helgu Sesseljudóttir og Sofiu Montenegro í samstarfi við Ástu Fanneyju Sigurðardóttur, Gígju Jónsdóttur, Nínu Óskarsdóttur, Unu Björgu Magnúsdóttur, Sindra Leifsson og Óskar Ámundason.

Á sýningunni Dýflissu er sett á svið ástand í kjallara, á ótilgreindum stað og á óljósum tíma í fortíðinni. Þar mætist helgidómur og blygðun.

Sofia mun vera með hljóðagjörning á opnunni, þar sem hún býr til hljóð með sömu aðferð og var áður beitt við að búa til hljóð fyrir kvikmyndir. Margrét mun sýna innsetningu og inni í henni verða til sýnis skúlptúrar eftir 6 ólíka listamenn.

Margrét Helga Sesseljudóttir gerir skúlptúra, ástand og andrúmsloft. Hún hefur lært myndlist í Utrecht og Dublin og er nú að ljúka meistaragráðu frá Listaháskóla Íslands. Margrét hefur tekið þátt í fjölda samsýninga og haldið fimm einkasýningar.

Sofia Montenegro lærði myndlist í Madrid og Utrecht og er nú að ljúka meistaragráðu í the Dutch Art Institute. Hún vinnur með hljóð, vídjó og gjörninga. Sofia hefur tekið þátt í ýmsum sýningum og listamannadvölum víðsvegar um Evrópu. Hún býr og starfar í Barcelona.

WP2Social Auto Publish Powered By : XYZScripts.com