Lokadagur og leiðsögn um sýninguna Á veglausu hafi

a-veglausu-hafi-8_1

 

Lokadagur og leiðsögn um sýninguna Á veglausu hafi
Sunnudagurinn 10. maí er lokadagur sýningarinnarÁ veglausu hafi sem staðið hefur í Bogasal Þjóðminjasafnsins frá því í febrúar. Klukkan 14 verður leiðsögn um sýninguna með myndlistarmanninum Kristni E. Hrafnssyni.

Á sýningunni eru ný verk eftir Kristin ásamt gripum úr Þjóðminjasafninu. Með innsetningunni er hugmyndum um hvernig fólk hefur fyrir tíma nútímatækni staðsett sig í umhverfinu, hvort sem er á landi eða á sjó, velt upp. Á minjasöfnum má sjá gripi eins og sólskífur, leiðarsteina og skuggavísa sem hafa hjálpað til við að lesa vísbendingar úr náttúrunni en Kristinn hefur kannað tilgang slíkra gripa og hafa þeir orðið kveikja að listsköpun hans.

Leiðsögnin er ókeypis og allir velkomnir.

WP2Social Auto Publish Powered By : XYZScripts.com