Industria

Ljósmyndasýningin Industria verður opnuð á Mokka Kaffi fimmtudaginn 19 .september

Ljósmyndasýningin Industria verður opnuð á Mokka Kaffi fimmtudaginn 19 .september og stendur til 23. október. Þar sýnir Karl R. Lilliendahl listljósmyndari, svart/hvítar ljósmyndir sem teknar eru í Feneyjum, Berlín og Reykjavík. 

Latneski titillinn Industria er tilvísun í iðnað, enda kallar myndefnið á hugrenningar um áhrif iðnbyltingar í nútíð og fortíð. Grófir kranar hvíla arma sína og tannhjól stóriðnaðar standa föst. Á meðan fljúga fuglar frjálsir um og minna á samspil manns og náttúru. Hugleiðingar um stöðu hnattrænnar þróunar, loftslagsmál og framtíð atvinnulífs við upphaf hinnar svokölluðu fjórðu iðnbyltingar, liggja að baki myndunum.  Industria er þrettánda einkasýning Karls og hans önnur sýning á Mokka. Karl hefur verið búsettur í Osló undanfarin ár, þar sem hann hefur meðal annars unnið við framleiðslu á sjónvarpsefni hjá norska ríkissjónvarinu, NRK ásamt því að sýna ljósmyndir víða um Skandinavíu

WP2Social Auto Publish Powered By : XYZScripts.com