69cb409f 45b1 448c B63b 8be6b444744f

Ljósmyndasýningin BIÐ / Photo exhibition The Wait

 

Ljósmyndasýningin BIÐ
Borgarbókasafnið | Menningarhús Grófinni

 

*(English below)
Ljósmyndasýningin BIÐ
Borgarbókasafnið | Menningarhús Grófinni
14/10 – 5/11
Sýningaropnun: 14. október kl. 15

Ljósmyndasýningin BIÐ er afrakstur samstarfsverkefnis Rauða krossins í Hafnarfirði og Garðabæ, Borgarbókasafns Reykjavíkur og Borgarsögusafns Reykjavíkur. Tilgangur verkefnisins var að gefa fólki í leit að alþjóðlegri vernd tækifæri til að tjá sig með ljósmyndun. Sjálfboðaliðar Rauða krossins tóku líka þátt í verkefninu.
Hópurinn hefur síðustu þrjá mánuði sótt námskeið hjá Ragnari Visage, ljósmyndara og sjálfboðaliða hjá Rauða krossinum og sótti m.a. innblástur í vettvangsferðum í Ljósmyndasafn Reykjavíkur og Þjóðminjasafn Íslands. Tækjakostur var af skornum skammti en þátttakendur áttu síma með myndavél sem urðu þannig verkfærin sem notuð voru við vinnslu verkefnisins.

Í sýningunni fá gestir innsýn í daglegt líf þeirra sem bíða eftir niðurstöðu umsóknar sinnar um alþjóðlega vernd.
Sumum þátttakendanna hefur verið vísað úr landi, og eru þeirra myndir því ekki hluti af þessari sýningu.

Allir velkomnir!

///

*THE WAIT | Photo exhibition
Grófin Culture House
14/10 – 5/11
Opening: 14. október kl. 15
The photography exhibition BIÐ is the result of a cooperative project between the
Red Cross in Hafnarfjörður and Garðabær, Reykjavík City Library and Reykjavík City Museum, the purpose of which was to give individuals in search of international protection a chance to express themselves through photography. Red Cross volunteers also took part in the project.
During the past three months, the group took part in a series of workshops with photographer and Red Cross volunteer Ragnar Visage and sought inspiration, for example, from visits to the Reykjavík Museum of Photography and National Museum of Iceland. The project was run on a minimal budget with participants using their camera phones.

The images provide a window into the daily life of those who are waiting for their asylum applications to be processed.
Some of the participants have been deported from Iceland. Their images are not part of this exhibition.

Everyone is welcome!

WP2Social Auto Publish Powered By : XYZScripts.com