Rúnar F.

Ljósmyndasýning Rúnars F. Sigurðssonar í Árbæ

Borgarbókasafnið í Árbæ vekur athygli á ljósmyndasýningu Rúnars F. Sigurðssonar sem opnuð var sunnudaginn og mun standa fram í júlí. Nánari upplýsingar má sjá hér að neðan.

Ljósmyndasýning | Árstíðir

Rúnar F. Sigurðsson heldur ljósmyndasýningu

Borgarbókasafinið | Menningarhús Árbæ
Sunnudaginn 24. mars – 31. júlí

Rúnar F. Sigurðsson, fæddur 1949 í Reykjavík og hefur verið búsettur í Árbæjarhverfi síðan 1976. Rúnar kynntist ljósmyndun af  föður sínum. Með tilkomu stafrænna myndavéla hefur Rúnar verið virkur áhugaljósmyndari, sótt myndefni m.a. í nánasta umhverfi Árbæjarhverfisins og höfuðborgarsvæðisins.    

Helsta myndefni er náttúrustemning, landslag, portrait, minimalísk form og vinnsla mynda í texture. Rúnar sótti Photoshop Expert námskeið og vinnur myndir sínar í Photoshop og NIk Collection og
annast sjálfur alla vinnslu sem og prentun myndanna.

WP2Social Auto Publish Powered By : XYZScripts.com