Mynd Heimasida 01

Ljósmyndasýning Guðmunds W. Vilhjálmssonar opnar í Spönginni

Borgarbókasafnið | Menningarhús Spönginni

24. febrúar – 21. mars

Sýningaropnun 24. febrúar kl. 14

Laugardaginn 24. febrúar opnar ljósmyndasýning Guðmunds W. Vilhjálmssonar sem ber yfirskriftina Ummyndanir. Fyrsta sýningin sem Guðmundur átti aðild að var með hópi áhugaljósmyndara sem kölluðu sig Litla ljósmyndaklúbbinn. Guðmundur og þrír aðrir félagar klúbbsins héldu sýningu í Bogasal Þjóðminjasafnsins árið 1961 á stórum svarthvítum abstraktmyndum sem vöktu mikla athygli.

Guðmundur fæddist í Edinborg og er lögfræðingur að mennt. Lengst af starfsævinnar vann hann hjá Eimskip og Loftleiðum, síðar Flugleiðum. Á þeim vinnustað gafst Guðmundi tækifæri til að sækja námskeið hjá ýmsum myndlistarmönnum, m.a. Jóhannesi Geir og Valtý Péturssyni.

Eftir síðustu aldamót fór hann á námskeið og lærði að nota myndaforritið Photoshop og heillaðist af margvíslegum möguleikum þess. Myndir unnar með þeirri aðferð eru nú til sýnis í Spönginni, en árið 2013 sýndi hann slíkar myndir í sal Grósku, félags myndlistarmanna í Garðabæ.

WP2Social Auto Publish Powered By : XYZScripts.com