LYKILMYND Low Res

LJÓSMYNDASAFNIÐ – Opnun í Skotinu og jass spuni með Mókrókum

(ENGLISH BELOW)

DAGSKRÁ Á MENNINGARNÓTT LAUGARDAGINN 18. ÁGÚST 2018

Á Ljósmyndasafninu í Reykjavík verður opnun á nýrri sýningu í Skotinu – Emilie. Ljósmyndarinn rabbar við gesti milli kl. 17-19 og boðið verður upp á léttar veitingar. Klukkan 20 stíga Mókrókar á stokk og flytja djass skotna spunatónlist. Frábært tækifæri að koma og skoða hina gullfallegu sýningu Olofs Otto Becker sem hangir í aðalsýningarými safnsins og ber yfirskriftina Ís og land – Ljósmyndir frá Íslandi og Grænlandi 1999-2017.

LJÓSMYNDASAFNIÐ Í REYKJAVÍK

Opnunartími: 13-22

Frítt verður inn á Ljósmyndasafnið í Reykjavík á Menningarnótt og í tilefni dagsins verður opnuð sýning í Skotinu eftir Emilie Dalum. Aðeins 26 ára gömul greindist Emilie með krabbamein í sogæðakerfinu, heimsmynd hennar breyttist á einni nóttu. Í bataferlinu vann hún að ljósmyndaseríu sem ber titilinn Emilie og samanstendur af ljósmyndum sem hún tók á fimm mánaða tímabili á meðan hún gekkst undir lyfjameðferð.

Emilie Dalum er ljósmyndari, listamaður og sýningastjóri, fædd og uppalin í Danmörku en búsett á Íslandi. Hún hefur síðustu ár stýrt árlegri listasýningu, The Factory, í Djúpavík. Þessi misserin vinnur hún að ljósmyndabók sem ber titilinn Michael.

Emilie verður á staðnum til að rabba við gesti milli kl. 17:00-19:00 og verður boðið upp á léttar veitingar.

Í aðalsal safnsins er yfirstandandi sýningin Ís og land – Ljósmyndir frá Íslandi og Grænlandi 1999–2017 eftir þýska ljósmyndarann Olaf Otto Becker. Áhrifamiklar og ægifagrar landslagsljósmyndir hans fjalla um breytingaferli í náttúrunni sem orsakast af loftslagsbreytingum og öðrum manngerðum áhrifum.

Á sýningunni er stillt saman verkum úr margverðlaunuðum ljósmyndaverkefnum Beckers en öll fjalla þau um áhrif hnattrænnar hlýnunar og hvernig við erum vitni að henni með því að horfa upp á bráðnun jökla. Myndirnar tók hann m.a. á Íslandi og á Grænlandi og oft lagði hann á sig lífshætturleg ferðalög meðfram jökulsprungum og um fljótandi íshella til þess að ná ljósmynd.

Tónleikar með Mókrókum kl. 20

Hin nýbakaða hljómsveit Mókrókar sem keppti til verðlauna á Músíktilraunum í vor treður upp á Ljósmyndasafni Reykjavíkur á Menningarnótt kl. 20.00. Hljómsveitin samanstendur af fjórum fræknum hljóðfæraleikurum. Það eru þeir Benjamín Gísli Einarsson píanisti, Tumi Torfason trompetleikari, Þorkell Ragnar Grétarsson gítarleikari og Þórir Hólm Jónsson trommuleikari. Þeir eiga ólíkan músíkalskan bakgrunn, allt frá klassík til þungarokks, en leggja þeir allir stund á djassnám við Tónlistarskóla FÍH.

Ókeypis aðgangur og allir velkomnir.

New exhibition in Skotið by Emilie Dalum

At Culture Night there will be an opening of a new exhibition at Skotið in the Reykjavik Museum of Photography – Emilie.

“I documented the confrontations and alienation by intuitively photographing myself mainly using the self-timer function. It became a very intimate engagement between me, my illness and my camera. As I pointed the camera towards myself I could examine my personal transformation in the process of my illness. Being a photographer I felt it was my call to capture my inner and outer journey for recovering. I never neglected or suppressed the fact that I was ill. That was a true fact so why not show it? ”

Free admission and light bevarages on the house

A concert with the jazzband Mókrókar

The jazz band Mókrókar will perform at the Reykjavik Museum of Photography on Culture night at 20.00.

A great opportunity to come and take a look at the exhibition by Olaf Otto Becker: Ice and Land – Photographs from Iceland and Greenland 1999 – 2017

Free admission and everybody is welcome.

WP2Social Auto Publish Powered By : XYZScripts.com