The Weight Of Air 2

Ljósmyndasafn Reykjavíkur – Byrði hismisins | Opnun og listamannaspjall

Byrði hismisins er yfirskrift sýningar með verkum ljósmyndarans Ng Hui Hsien í Skoti Ljósmyndasafns Reykjavíkur. Sýningin verður opnuð með sýningarspjalli föstudaginn 23. nóvember kl. 12:00.

Í sýningarpjallinu mun Ng Hui Hsien fjalla um listsköpun sína og vinnu við myndröðina Byrði hismisins. Listin á sér engin takmörk og segir listamaðurinn gestum frá ýmsum miðlunarleiðum sem hún notar við framsetningu verka sinna. Þá mun Ng Hui Hsien einnig segja frá verkinu Myth, en það er röð mynda sem hún hefur verið að vinna að í myrkraherberginu undanfarið ár.

Ng Hui Hsien vinnur sem listamaður og rithöfundur. Í list sinni kannar hún ýmis þemu s.s. meðvitund, raunveruleika og tengsl milli lifandi vera. Hún er menntuð í félagsfræði en hefur snúið sér að ljósmyndun í auknu mæli í seinni tíð. Verk hennar hafa verið sýnd í heimaborginni Singapúr auk Malasíu, Grikklandi, Þýskalandi, Bretlandi og Japan.

Aðgangur á spjallið er ókeypis.

Nánari upplýsingar má sjá á vef safnsins:

http://borgarsogusafn.is/is/ljosmyndasafn-reykjavikur/syningar/ng-hui-hsien-byrdi-hismisins

WP2Social Auto Publish Powered By : XYZScripts.com