Ljósmyndarýni / Portfolio Review í Ljósmyndasafni Reykjavíkur – Skráning til 10 janúar n.k.

Kæru SÍM-félagar,

Við viljum vekja athygli ykkar á þessum viðburði sem haldinn er sem hluti af Ljósmyndahátíð Íslands 2018.

Þetta er í fjórða sinn sem ljósmyndarýni er haldin á vegum Ljósmyndasafns Reykjavíkur (Borgarsögusafns) og að þessu sinni fáum við til okkar 6 erlenda sérfræðinga erlendis frá auk 7 innlendra sérfræðinga frá helstu söfnum og galleríum landsins.

Hér má sjá lista yfir rýnendur

Það getur verið ómetanlegt að geta rætt verk sín og þróun þeirra milliliðalaust. Rýnendurnir geta hjálpað til við að taka ákvörðun um næstu skref í þróun verkefna og gefið mikilvæga endurgjöf um verk viðkomandi. Með beinum aðgangi að þessum aðilum geta opnast möguleikar á sýningaþátttöku um allan heim, umfjöllun í tímaritum osfrv.

Við vekjum athygli á því að með þátttöku í ljósmyndarýninni hefur viðkomandi einnig möguleika á að hljóta styrk sem veittur er úr minningarsjóði Magnúsar Ólafssonar ljósmyndara (1862-1937). Minningarsjóðurinn er eini sjóður sinnar tegundar hér á landi og er tilgangur hans er að styrkja ljósmyndun á Íslandi sem listgrein.

Nánar um ljósmyndarýnina

Viðburður á Facebook

WP2Social Auto Publish Powered By : XYZScripts.com