Kristín Sigurðardóttir Ljósmyndahátíð Íslandsa W

Ljósmyndahátíð Íslands – opnunarhelgi 18.-21. janúar, 2018

Ljósmyndahátíð Íslands hefst þann 18. janúar og segja má segja að dagana 18. – 21. janúar standi yfir ein stór opnunarhátíð. Ljósmyndahátíð Íslands er alþjóðleg ljósmyndahátíð sem haldin er í janúar annað hvert ár. Markmið hátíðarinnar er að vinna að framþróun ljósmyndunar sem listforms. Á dagskrá hátíðarinnar eru ljósmyndasýningar með erlendum og íslenskum listamönnum, fyrirlestrar, ljósmyndabókakynningar og ljósmyndarýni.

Ljósmyndasafn Reykjavíkur skipuleggur ljósmyndarýnina og býður erlendum safnstjórum, sýningastjórum og fagfólki í greininni til landsins. Einnig stendur FÍSL, félag íslenskra samtímaljósmyndara fyrir uppboði til styrktar útgáfu á bók um ljósmyndasögu.

Samstarfsaðilar Ljósmyndahátíðar Íslands eru sex: Ljósmyndasafn Reykjavíkur, Gerðarsafn, Hafnarborg, Listasafn Íslands, Þjóðminjasafn Íslands og Félag íslenskra samtímaljósmyndara.

Dagskrá hátíðarinnar og viðburði má kynna sér á heimasíðu Ljósmyndahátíðar Íslands
www.tipf.is

WP2Social Auto Publish Powered By : XYZScripts.com