Ljóðaupplestur á síðasta sýningardegi Gunnhildar Þórðardóttur í SÍM salnum.

DSCN0414        DSCN0445

 

Fimmtudag 26. mars kl. 17 verður haldin ljóðaupplestur í SÍM salnum en nú stendur yfir sýningin Fortíðin
fundin með verkum eftir Gunnhildi Þórðardóttur og mun listamaðurinn lesa upp úr ljóðabókinni Næturljóð sem
hún gaf út í tengslum við sýninguna. Næturljóð eru ástarljóð til náttúrunnar og mannsins en bókin er bæði á
ensku og íslensku. Auk þess að lesa upp úr Næturljóðum mun listamaðurinn lesa upp úr áður útgefnum
verkum Blóðsteinum og Gerðu það sjálf ljóð. Boðið verður upp á kaffi og kex en jafnframt eru þetta síðastu
forvöð að sjá sýninguna.
Gunnhildur lauk BA (Honours) í listasögu og fagurlistum frá Listaháskólanum í Cambridge árið 2003 og MA í
liststjórnun frá sama skóla árið 2006. Hún hefur haldið nokkrar einkasýningar meðal annars í Listasafni
Reykjanesbæjar, í Slunkaríki, í Flóru á Akureyri, í SÍM salnum, sal Íslenskrar grafíkur auk þess að taka þátt í
samsýningum í Listasafni Íslands, Hafnarborg, Listasafni Reykjanesbæjar, 002 gallerí og í
myndbandsgjörningi í Tate Britain. Sýningarsalur Sambands íslenskra myndlistarmanna er í SÍM húsinu
Hafnarstræti 16 í Reykjavík.
Sjá nánar um sýninguna á vefsíðunni www.sim.is
Nánari upplýsingar veitir Una á skrifstofu SÍM sími 5511346 og Gunnhildur Þórðardóttir símanúmer 8983419
gunnhildurthordar@gmail.com

WP2Social Auto Publish Powered By : XYZScripts.com