Litir Borgarness – Opnun sýningar Michelle Bird 10. janúar kl. 13.00. Sýningin stendur til 27. febrúar.

Michelle Bird er fædd í San Francisco árið 1965. Hún er ættuð frá Bandaríkjunum og
Kína en ólst upp í San Francisco, Hawai og víðar í Kaliforníu. Hingað kemur hún frá Sviss
þar sem hún hefur haft vinnustofu síðustu árin. Hún lærði myndlist í Bandaríkjunum og í
Hollandi þar sem hún var búsett um tíma. Þar lærði hún við Rietveld listaháskólann.
Michelle Bird hefur sýnt víða um Evrópu og í Bandaríkjunum. Hún hefur haldið fyrirlestra
um myndlist og haldið vinnustofur („workshops“) og auk málaralistarinnar hefur hún lagt
stund á listrænt handverk.Árið 2013 tók Michelle ákvörðun um að flytjast í Borgarnes eftir að hafa hrifist af bænum
og umhverfi hans. Litir Borgarness er fyrsta sýning hennar hér á landi. Í litsterkum verkum hennar má sjá hvernig hún upplifir nýjan framandi stað þar sem náttúran skapar tignarleg umgjörð um mannlífið.

Litir Borgarness
Verið velkomin á opnun sýningar Michelle Bird 10. janúar kl. 13.00.
Sýningin stendur til 27. febrúar.

 

Mail Attachment

WP2Social Auto Publish Powered By : XYZScripts.com