Myndmfrett

Listvísi útgáfuhóf 6.tbl @Ekkisens Art Baazar

#Leyfum heiminum að skjálfa fyrir byltingunni

Föstudaginn 16.desember kl. 18:00 verður fagnað nýrri útgáfu af tímaritinu Listvísi – Málgagn um myndlist innan veggja Ekkisens á sérstökum Jóla Art Baazar. Þetta er 6. tölublað blaðsins en seinast var það gefið út í maí 2015. Tímaritið er hugsað sem sýningarrými fyrir listelskendur landsins. Sá bragur sem blaðið ber að þessu sinni endurspeglar af einlægum og kómískum hug það ástand sem hefur verið viðloðandi í landinu undanfarin ár. Útgáfan er styrkt af Myndlistarsjóði Íslands og Listaháskóla Íslands.

Með blaðinu viljum við skapa vettvang fyrir listamenn til þess að koma verkum sínum og hugarórum á framfæri. Þannig tökum við listumfjöllunina í okkar eigin hendur, þar er okkar vilji að skapa listæna umfjöllun um list á sjónrænan hátt. Form þess er hugsað sem sýningarými og reynir ritstjórn að skapa samtal á milli ólíkra kynslóða innan blaðsins – sem og reyna tjá sem flesta miðla innan tímaritaformsins. Gjörninga, ritað orð, ljósmyndir, málverk, skúlptúr o.fl. Efnið á fyrst og fremst að skila sér sem framsetning á þeim tíðaranda sem á sér stað í kringum hverja útgáfu blaðsins og er í senn ófumflýjanlega skrásetning og heimild um þroska og þróun myndlistar á Íslandi.

Þessi viðburður verður hluti af sérstökum Art Baazar sem hefur verið haldinn árlega í sýningarrýminu Ekkisens, staðsett á Bergstaðarstræti 25b. Þar verður hægt að versla og skoða list eftir ýmsa myndlistarmenn.
Facebook event: https://www.facebook.com/events/1605637496412324/

Hægt verður að nálgast myndabanka eftir útgáfuhóf.

WP2Social Auto Publish Powered By : XYZScripts.com