Untitled 1

Listvinafélagi Hallgrímskirkju – Myndlistarkonan Erla Þórarinsdóttir

Fréttatilkynning frá Listvinafélagi Hallgrímskirkju:

Listvinafélag Hallgrímskirkju stendur fyrir nýrri listsýningu í forkirkju Hallgrímskirkju, sem opnar nk. sunnudag kl. 12.15 við messulok.
Það er myndlistarkonan Erla Þórarinsdóttir, sem sýnir. Sýningin, sem stendur til 7. febrúar er opin alla daga kl. 9-17 og er aðgangur ókeypis.
Við opnunina verður boðið upp á léttar veitingar. Allir eru hjartanlega velkomnir.
Umsögn listakonunnar um sýninguna:

Kvenleikar/ Genetrix

Þegar ég fékk að vita að sýningin í Hallgrímskirkju yrði opnuð á fyrsta í aðventu, var augljóst að hún yrði tengd jólahaldinu og endurfæðingu Kristsvitundarinnar hjá kristnum. Ég fór að ígrunda fæðingu frelsarans. Hann er guðlegur í mannsmynd, hann er fyrirmynd og hann er við. María mey er móðir hans, mennsk kona og heilög guðsmóðir, hún fæðir hann. María er framhald gyðjunnar, hún á sér fyrirmynd í egypsku gyðjunni Isis með Horus og í öllum gyðjum. Gyðjan er í okkur, við erum guðlegar verur. Hugmyndin um hana er mennsk, minnið er til staðar

We don´t have to learn something new, we only need to remember what we tragically have forgotten” segir Marija Gimbutas.

“Við þurfum ekki að læra nýja hluti, bara að muna það sem við höfum

því miður gleymt”, segir Marija Gimbutas.

Ólafur Gíslason kynnti mig fyrir Mariju Gimbutas mannfræðingi sem stúderaði gyðjumyndirnar eins og þær birtust, las þær og greindi. Guðsmyndin var kvenkyns á tímum matríarkatsins, máttug, vitur og frjósöm.

Hjá mér voru nokkrar minni myndir, nokkur tilraunamálverk sem hafa fylgt mér frá byrjun aldarinnar. Sumar hafa skrifaða titla á bakhlið; Corpus og Corpus lucis sensitivus, Móðurmjólkin og O+. Viðfangsefni sem ég hef verið að fást við, en í þeim eru kvenlæg form, brjóst og roði og á sumum tilraunir með oxun silfurs. Þetta eru líkamshlutar og tilfinningar, mitt minni og annarra, en fyrst og fremst eru þetta myndir og minni þar sem málverkið tekur við og málar sig sjálft. Þær hafa fengið umgjörð silfurs sem hefur oxast mismikið og tilheyra nú óráðnum tíma.

Verk á sýningunni:

Hún fæðir sig sjálf/ She is self-generating

Olíulitur og blaðsilfur á striga 2015 150 x 125 cm

Creatrix

Olíulitur og blaðsilfur á striga 2015 150 x 125 cm

Líkamningar/ relics

Olíulitur, bronsduft, shellac og blaðsilfur á striga 1999-2015

Oil colour, bronze powder, sheet silver and shellac on canvas 1999-2015

____________

Erla Þórarinsdóttir, fædd 1955, nam við Konstfack-listaháskólann í Stokkhólmi og Gerrit Rietveld Academie í Amsterdam. Erla hefur starfað á Norðurlöndunum, í New York um tíma og einnig dvalið í Kína.

Hún á að baki fjölda einkasýninga og samsýninga á Íslandi og erlendis.

Verk eftir Erlu eru í eigu helstu safna landsins. Hún hefur hlotið ýmsa styrki og viðurkenningar fyrir verk sín, m.a. unnið samkeppni um verk fyrir Ráðhús Reykjavíkur og hefur tvisvar hlotið styrki úr sjóði Pollock-Krasner Foundation í Bandaríkjunum.

 

WP2Social Auto Publish Powered By : XYZScripts.com