Listvinafélag Hallgrímskirkju kynnir sýningu Sigurðar Guðjónssonar myndlistamanns í rými forkirkjunnar.

03-Connection (2012) videostill

 

Listvinafélag Hallgrímskirkju

kynnir sýningu Sigurðar Guðjónssonar myndlistamanns í rými forkirkjunnar.

Sýningin stendur yfir frá 18. janúar til 15. mars 2015.

 

Sigurður Guðjónsson (f. 1975) stundaði nám við Myndlista- og handíðaskóla Íslands, Billedskolen í Kaupmannahöfn og framhaldsnám við Akademie Der Bildenden Kunste í Vínarborg.  Verk Sigurðar eru vídeóverk þar sem mynd, hljóð og rými mynda órofa heild. Heimur verkanna er fjarlægur og dregur áhorfandann að kjarna verksins í gegnum nánast líkamlega upplifun af samspili myndar og hljóðs við umhverfið. Verkið sem Sigurður sýnir í forkirkjunni er myndbandsverk sem hefur titilinn TENGING. Dr. Ann-Sofie Gremaud hefur ritað inngangstexta í sýningarskrá sem liggur frammi í sýningarrýminu.

Verk hans hafa verið sýnd á fjölmörgum einka- og samsýningum , hérlendis og erlendis, meðal annars Listasafni Íslands, Listasafni Reykjavíkur, Hafnarborg, TBA21, Vínarborg Liverpool Biennial, Frankfurter Kunstverein, Bergen Kunsthall, Hamburger Bahnhof, Tromsø Kunstforening og Arario Gallery í Beijing.

 

Opnun sýningarinnar er sunnudaginn 18. janúar kl. 12:00 eftir messu. Listvinafélagið býður upp á léttar kaffiveitingar á opnun og eru allir velkomnir.

WP2Social Auto Publish Powered By : XYZScripts.com