
Listin talar tungum: Japanska / 日本の
Sunnudag 15. apríl kl. 13.00 á Kjarvalsstöðum
Myndlistarleiðsagnir á ýmsum tungumálum hafa verið fastur liður í starfsemi Listasafns Reykjavíkur í vetur og nú er komið að leiðsögn á japönsku um sýninguna Líðandin – la durée, þar sem má sjá mörg forvitnileg verk frá mótunarárum Jóhannesar Kjarvals. Leiðsagnirnar eru haldnar í samstarfi við Móðurmál – samtök um tvítyngi.
Aðgöngumiði á safnið gildir. Frítt fyrir handhafa Árskorts Listasafns Reykjavíkur og Menningarkorts Reykjavíkur.
Við minnum á kaffihúsið fyrir léttan hádegisverð!