Listhúsófeigs

Listhús Ófeigs Skólavörðustíg – KAFFIBOÐ TRYGGVA

Við erum 6 myndlistarmenn og einn rithöfundur sem eigum það allir sameiginlegt
að hafa umgengist Tryggva Ólafsson í Kaupmannahöfn fyrir um hálfri öld.
Það var drukkið kaffi og vissulega ómældan danskan bjór. Við rifumst um myndlistina
og pólitík eins og listamanna er siður. Tryggvi flutti heim fyrir nokkrum árum og kallaði
okkur saman í kaffiboð sem hann hefur haldið nokkrum sinnum á ári. Hauki Dór fannst
kominn tími til þess að við sýndum saman og er nú stundin runnin upp. Sex málarar og
Ólafur Gunnarsson sem les upp úr nýrri skáldsögu sinni SINDARANUM á opnuninni í
Listhúsi Ófeigs Skólavörðustíg 5 Laugardaginn 5. desember kl. 15:00 – 17:00.
Listmálararnir eru, Eyjólfur Einarsson, Haukur Dór, Sigurður Þórir, Sigurður Örlygsson,
Sigurjón Jóhannsson og Tryggvi Ólafsson. Sýningin stendur frá 5. til 30. desember og er
opin á verslunartíma.
WP2Social Auto Publish Powered By : XYZScripts.com