Gróska

Listaverk dagsins: Sýningarröð Grósku á netinu

Hvað sem samkomubanni líður þá dafnar listin hjá Grósku, félagi myndlistarmanna í Garðabæ, sem lætur enga kórónaveiru slá sig út af laginu.

Móðurást 80×120 – olía á striga. 2020. Álfheiður Ólafsdóttir

Gróska fagnaði fyrir skemmstu 10 ára afmæli sínu en hefur síðan eins og aðrir þurft að fresta allri dagskrá fram á sumar og haust. Til að bæta fyrir þetta hefur Gróska hins vegar tekið upp á þeirri nýbreytni að sýna list félagsmanna á netinu og efnt til sýningarraðarinnar Listaverk dagsins.

Á hverjum degi fram til 1. maí að minnsta kosti birtist nú eitt verk eftir félagsmenn á síðum Grósku á facebook og Instagram. Upplýsingar um höfund, stærð verka og miðil fylgir með hverju verki og stundum birtist líka hugleiðing listamannsins sjálfs um verkið.

Gróska á instagram

Gróska á Facebook

50×50 – Akríl og olía á mdf. Birgir Rafn Friðriksson
WP2Social Auto Publish Powered By : XYZScripts.com