Listasumar dagana 10. júlí til 16. júlí

 

HAM       Samsýning með sjálfri mér, Jonna

 

Listasumar dagana 10. júlí til 16. júlí

Enn bætist við dagskrá Listasumars á Akureyri því um helgina verða tvær opnanir í Listagilinu. Má þar nefna Stewart Bird sem heldur sína fyrstu einkasýningu í Kaktus föstudagskvöldið 10. júlí. Húsið opnar kl. 21 og er opið til kl. eitt eftir miðnætti og á laugardeginum frá kl. 14 – 17. Þennan sama laugardag mun Jonna eða Jónborg Sigurðardóttir opna sýninguna Samsýning með sjálfri mér í sal Myndlistafélagsins. Það eru 20 ár frá því hún lauk námi úr Myndlistaskólanum á Akureyri og ætlar hún að því tilefni að halda þessa samsýningu með sjálfri sér og sýna það sem hún hefur fengist við undanfarin 20 ár.

Í tónlistinni verður af nógu að taka því á föstudagskvöld kl. 21 munu vinirnir og söngvaskáldin Svavar Knútur og Kristjana Stefáns koma saman á miðsumarstónleikum í Hlöðunni í Litla Garði og eiga saman dásamlega tónlistarstund; fjölbreytt dagskrá dúetta, allt frá Abba til Dolly Parton með viðkomu hjá Nick Cave og Páli Ísólfssyni, auk frumsaminna laga og hinna ýmsu gleði- og tregaslagara. Endurkoma stórhljómsveitarinnar Ham á Græna Hattinn á föstudagskvöld er auðvitað mikil tíðindi enda er búist við húsfylli því langt er síðan þeir spiluðu síðast hér norðan heiða. Í Hofi, Menningarfélagi Akureyrar munu þær Elfa Dröfn Stefánsdóttir messósópran og Sólborg Valdimarsdóttir flytja söngva um ástina og lífið kl. 14. Kvartett Sigurðar Flosasonar og Andrea Gylfadóttir eru einnig meðal flytjenda í Hofi um helgina.
Eftir helgina verður svo enn ein opnunin í Listagilinu; gluggasýning í Stólnum, vef-vinnustofu. Þar mun Borghildur Ína sýna klippimyndir undir yfirskriftinni Einræðisherrar.

 

WP2Social Auto Publish Powered By : XYZScripts.com