Karólína Baldvinsdóttir

Listasumar á Akureyri dagana 23. – 26. júlí

Karólína Baldvinsdóttir

 

Listasumar á Akureyri dagana 23. – 26. júlí.  

Enn bætist við dagskrá Listasumars á Akureyri því á morgun fimmtudag kl 15 í Davíðshúsi verða flutt ljóð eftir Davíð og um helgina verða þrjár opnanir í Listagilinu. NOT – norðlensk vöruhönnun í Ketilhúsinu, um er að ræða samsýningu fimm hönnuða sem búsettir eru á Norðurlandi. Í Deiglunni mun finnska listakonan Laura Miettinen sýna verk sem hún hefur unnið að undanförnu á gestavinnustofunni og svo mun hún Karólína Baldvinsdóttir opna myndlistasýningu í Kaktus.

Í tónlistinni verður af nógu að taka því á fimmtudagskvöldið mun ung og upprennandi orgelleikari, hún Una Haraldsdóttir spila í Akureyrarkirkju og svo mun Ensími sjá um að rokka á Græna Hattinum. Á Föstudagskvöldið á Græna hattinum mun svo hinn eini sanni Valdimar spila fyrir norðlenska gesti sína.

Í Hofi, Menningarfélagi Akureyrar er uppistand, Gamanleikur um sögu Íslands á ensku fyrir þá sem það vilja. Eins verða klassísk sellóverk eftir Jórunni Viðar og Björk Guðmundsdóttur á föstudaginn kl 14 og mun hún Ásdís Arnardóttir spila á selló og og Jón Sigurðsson spila á píanó. Sigurður Flosason og Blue Shadows, djass og blús „crossover“ band spila svo einnig um helgina í Hofi.

 

WP2Social Auto Publish Powered By : XYZScripts.com