Oktober 2010 55

Listasetur – mánaðardvöl í Hrísey

Listasetur – mánaðardvöl í Hrísey

Hefur þú áhuga á að dvelja í listasetrinu í Hrísey?

Opið er fyrir bókanir í Gamla skóla, listasetur í Hrísey. Yfirleitt er bókað til eins mánaðar í senn og kostar það frá 75 – 90.000 kr. Innifalið er sér svefnherbergi, aðgangur að sameiginlegu vinnustofurými, heillandi eyjasamfélagi og náttúru Hríseyjar.

Í húsinu eru fjögur svefnherbergi, setustofa, eldhús, vinnuaðstaða, baðherbergi með sturtu og rými með þvottavél. Aðstaða er í Hrísey til sýningarhalds ef óskað er.

Fjórir aðskildir listamenn geta dvalið í einu en einnig er hægt að leigja allt húsið. Ekki er hægt að bóka júlí og ágúst.

Listasetrið er staðsett í fallegu og friðsælu umhverfi, kjörin andagift fyrir alla listamenn. Ferjan fer á tveggja tíma fresti alla daga.

Nánari upplýsingar á www.oldschool.is

WP2Social Auto Publish Powered By : XYZScripts.com