Listasalur (002)

Listasalur Mosfellsbæjar: Sara Björk Hauksdóttir opnar sýningu sína Vinn, vinn

Sara Björk Hauksdóttir opnar sýningu sína Vinn, vinn í Listasal Mosfellsbæjar föstudaginn 3. júlí kl. 16. Boðið verður upp á léttar veitingar á opnunni sem lýkur kl. 18.

Síðasti dagur sýningar er 31. júlí. Opið er kl. 12-18 á virkum dögum og kl. 12-16 á laugardögum. Listasalur Mosfellsbæjar er staðsettur inn af Bókasafni Mosfellsbæjar, Kjarna, Þverholti 2.

Sara Björk Hauksdóttir (f. 1977) stundar nám við myndlistardeild Listaháskóla Íslands og stefnir á útskrift næsta vor. Hún lauk námi í listmálun við listaskólann Idun Lovén í Stokkhólmi árið 2015 og við lýðháskólann Wik í Uppsala árið 2013. Árið 2003 útskrifaðist Sara með BS gráðu í hjúkrunarfræði og lauk embættisprófi í ljósmóðurfræði frá Háskóla Íslands 2005. Árið 2010 hlaut hún mastersgráðu í lögfræði frá Háskólanum í Reykjavík. Sara hefur tekið þátt í fjölda samsýninga á Íslandi og í Svíþjóð og einnig sett þar upp tvær einkasýningar, en þetta er fyrsta einkasýning hennar hérlendis.

Sara Björk Hauksdóttir

Á sýningunni Vinn, vinn eru öll verkin gerð í samvinnu við aðra listamenn. Verkin, sem flest eru unnin á tímum COVID-19, voru send á milli heimila í lokuðu samfélagi. Í sumum tilfellum voru þau skilin eftir við dyrastaf og sótt, sum voru sprittuð. Verkin eru jafn ólík og þau eru mörg. Samt sem áður finnst í þeim sameiginlegur undirtónn sem gæti komið á óvart.

Eftirtaldir listamenn störfuðu með Söru að sýningunni:

Andrea Hauksdóttir
Anika Baldursdóttir
Atli Pálsson
Auðunn Kvaran
Birkir Mar Hjaltested
Daníel Ágúst Ágústsson
Einar Lúðvík Ólafsson
Fríða Katrín Bessadóttir
Guðrún Ýr Eyfjörð Jóhannesdóttir, bæjarlistamaður Mosfellsbæjar
Hólmfríður Guðmundsdóttir
Högna Heiðbjört Jónsdóttir
Joe Keys
Julia Zakharchuk
Katrín Björg Gunnarsdóttir
Kristján Thorlacius Finnsson
Kristrún Ásta Arnfinnsdóttir
Rakel Andrésdóttir
Sigríður Ylfa Arnarsdóttir
Sunna Austmann Bjarnadóttir
Sölvi Steinn Þórhallsson
Tinna Royal, bæjarlistamaður Akraness
Þorri Líndal Guðnason

WP2Social Auto Publish Powered By : XYZScripts.com